Ótrúleg þróun á líkamsrækt kvenna undanfarin 100 ár

Líkamsrækt þykir sjálfsögð í dag þegar konur eiga í hlut. Konur lyfta lóðum, draga vörubíla, leggjast á bekkinn – æfa bardagaíþróttir, dans, jóga – konur keppa í körfubolta, hlaupa maraþon og æfa jafnvel kúluvarp.

Ekkert er konum óviðkomandi í heimi íþrótta. Kannski konur hafi annað vaxtarlag en karlmenn og æfi á annan máta – engu að síður er allt leyfilegt í íþróttum og ástum. En ekki er langt síðan ókvenlegt þótti að æfa íþróttir. Konur áttu að vera fínlegar og veiklulegar í útliti, hræðilega ókvenlegt þótti að hugsa til þess að kona lyfti lóðum fyrir einhverjum fimmtíu árum síðan – nú, nema lóðin væru 5 grömm að þyngd. Helst áttu þær svo að falla í yfirlið af áreynslu í kjölfarið.

Sjá einnig: Líkamsrækt á árum áður

Alveg er það hryllilega fyndið að hugsa til þess að fyrir einum hundrað árum hafi konum jafnvel verið meinaður aðgangur að líkamsrækt. Ömmur okkar og langömmur æfðu eftir allt öðru plani en konur gera í dag.

Sjá einnig: Sálfræðilegir ávinningar reglulegrar líkamsræktar – Nokkur atriði

Því til sönnunar má hér sjá ótrúlega magnað myndband sem Beneden Health lét setja saman fyrir nokkru og spannar á litlum 100 sekúndum hvaða breytingum líkamsrækt kvenna hefur tekið á undangenginni öld. Magnað er að sjá hvaða breytingum æfingaplönin hafa tekið – allt frá blíðlegum teygjuæfingum til húla hop æfinga og til Jazzercise sjöunda áratugarins. Frábært myndband sem er fróðlegt í meira lagi – hugsið ykkur bara breytingarnar sem hafa orðið á likamsrækt!

SHARE