Óttaslegið ákall: „Ég er einstæð móðir og öryrki á á götunni með fjögur börn – hjálpið mér!”

„Ég er sem sagt einstæð móðir öryrki með fjögur börn. Elsti drengurinn minn er með ódæmigerða einhverfu og fleiri mjög erfiðar og flóknar greiningar, tvö miðju börnin mín eru einnig með þrjár greiningar og yngsta dóttir min fæddist með hjartagalla og líka mjög virk eins og hin öll.” 
[new_line]
Svona hljómar örvæntingarákall einstæðrar móður, Katrínar Bridde, sem hefur verið á húsnæðisflakki með fjögur börn sín milli vina og vandamanna á höfuðborgarsvæðinu í tvo mánuði en hún segist orðin mjög óttaslegin og áhyggjufull þar sem líða taki að fyrsta skóladegi barna hennar, en að ekkert húsnæði sé í sjónmáli.
[new_line]
Staðan okkar er því mjög slæm og erfið fyrir börnin min sem þola mjög illa breytingar og hvað þá þegar við erum flakkandi milli vina og ættingja til þess að geta sofið. Við styttum okkar dægradvöl með að taka bíltúra og fara í sund og á staði þar sem þau þurfa að fá sína útrás. Þessi börn þurfa sérstaklega mikla hreyfingu.
[new_line]
Í ákalli Katrínar kemur fram að hún hafi misst íbúð sína á uppboði árið 2012 en að hún hafi þá fengið fimm herbergja íbúð úthlutað í Fellsmúlanum í Reykjavík gegnum Félagsþjónustuna í Reykjavík. Því úrræði segist Katrín hafa hafnað á sínum tíma þar sem hún fékk að leigja eignaríbúð sína  áfram eftir að uppboð fór fram og taldi börnum sínum best borgið í óbreyttum aðstæðum, undir því þaki sem þau höfðu sofið áður.
[new_line]

 

… ég taldi okkur vera í öruggu húsnæði og minnsta rótið yrðu á börnunum að fá að vera áfram í sínu hverfi og með vinum.
[new_line]
Katrín skrifaði m.a. bréf til Björk Vilhelms (Formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar innsk. blm) og óskað eftir viðtali í þeirri von að vandi fjölskyldunnar yrði leystur áður en til uppsagnar á þáverandi leiguhúsnæði kæmi. Viðtal fékk Katrín skömmu síðar og segist hafa gengið bjartsýn út af þeim fundi.
[new_line]
Í lok mars fékk ég viðtalstíma hjá henni og mér var sagt á þeim fundi með henni að það væri allur apríl og mai mánuður eftir svo ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur og eg fengi íbúð sem hentar okkur. Ég fór út frá henni með það í huga, jæja okkar húsnæðisvandi verður leystur og við fáum varanlegt húsnæði sem hentar okkar fjölskyldustærð. Tíminn leið og ekkert gerðist.
… þetta var um miðjan mars þegar ég fékk að vita það með mjög stuttum fyrirvara að ég fengi ekki að leigja áfram
mína gömlu eign og þyrfti að fara úr henni 31,mai sem ég og gerði. Ég sendi nokkrum aðilum afrit af þessu bréfi; Réttagæslumann fatlaðra, Sjónarhóli, Fagteymi Bugl, Öryrkjabandalaginu ofl.
[new_line]

 

Þrátt fyrir greinargóðar skýrslur og ítrekaðar ábendingar bæði Barnaverndar og fagteymis BUGL sem komið hafa að máli fjölskyldunnar, segir Katrín hvorugt hafa borið árangur sem erfiði.
[new_line]
Ég marg ítrekaði við minn félagsfulltrúa að þörfin væri á 6.herb húsnæði fyrir okkur, fyrst var mér alltaf sagt að hún vissi ekki að það hefði komið inn 6.herb húsnæði inn á borð til hennar þessi 3.ar sem hún hefur unnið hja Félagsþjónustunni.
[new_line]
Að ári liðnu fékk fjölskyldan að vita að þau hefðu kost á 5 herbergja íbúð á Seilugranda, en að fengnu samráði við fagteymi elsta drengsins, ákvað hún að hafna tilboði Félagsþjónstunnar.
[new_line]
… við neituðum í samræmi við fagteymi elsta drengsins míns, þar sem var búið að kasta drengnum fram og tilbaka í skólaúrræði þar sem hann var í mjög erfiðu greiningarferli og drengurinn minn hefði ekki þolað fleiri breytingar á þessum tíma, hann var búin að vera í fjórum skólum a fjórum máuðum.
[new_line]
Katrín segist hafa óskað eftir því að 6 herbergja íbúð á vegum Félagsbústaða yrði keypt en var umsvifalaust synjað. Þá óskaði hún eftirr öðrum viðtalstíma við formann Velferðarráðs og ræddi í því viðtali hvort til greina kæmi að Félagsþjónustan myndi aðstoða Katrínu að leigja fyrri eign Katrínar af Íbúðalánasjóði svo börnin gætu búið áfram í sínu heimahverfi.
[new_line]

Ekkert af þessu hefur gengið eftir og nú er ég búin að vera á götunni með börnin og algjörlega upp á náð og miskunn vina og ættingja með nótt og nótt til skiptis.

Mér stóð til boða 4.herb íbúð á Lauganesvegi við Sæbraut rétt fyrir kosningar. Að athugu máli var sú íbúð í samræmi við allt það áður sem mér var boðið óbarnvænt. Í dag þegar ég ber mig eftir lausn á mínum málum er mér tjáð að úthlutnarteymi félagsþjónustunnar er í sumarfríi fram í ágúst og eina sem þau koma með á móts við mig er að börnin séu vistuð á vegum barnaverndar eða við leigjum okkur herbergi á gistiheimili.

[new_line]
Katrín segist vera orðin algerlega ráðþrota og biðlar nú til almennings eftir hjálp svo börnin megi búa áfram í sínu heimahverfi og að húsnæði sem hentar fjölskyldunni verði fundið sem fyrst. Hún gistir sem stendur hjá foreldrum sínum með öll börnin, en foreldar hennar eru á ferðalagi um landsbyggðina sem stendur. Móðir Katrínar er krabbameinssjúk og segir Katrín líðan hennar vera eftir því. Þar af leiðandi gefi það eitt augaleið að núverandi húsnæði er skammvinn lausn sem muni ekki styðja við velferð barna hennar.
[new_line]

Stöðuuppfærslu Katrínar, sem deildi í von um hjálp á Facebook fyrr í kvöld má lesa í heild hér: 

SHARE