
Janet Jackson (50) gengur með sitt fyrsta barn núna og sást úti á meðal fólks á dögunum ásamt eiginmanni sínum Wissam Al Mana (41).
Janet hefur látið lítið fyrir sér fara síðan hún varð ófrísk en var glöð að sjá þegar hún spókaði sig um í London. Það sem vakti mesta athygli var að hún klæddist Íslömskum kjól. Foreldrar Janet, Katherine (87) og Joe (89) eru frekar íhaldssöm og eru sögð hafa miklar áhyggjur af dóttur sinni.
Sjá einnig: Janet Jackson er ófrísk
„Sumir í fjölskyldu Janet óttast um öryggi hennar vegna þess að hún fer út, íklædd íslömskum kjólum, á þessum tímum því það séu svo margir trúarlegir öfgamenn í heiminum,“ segir heimildarmaður RadarOnline og bætir því við að foreldrar Janet vilji helst að hún haldi sig heima við.
Janet er talin hafa tekið íslamstrú árið 2012 þegar hún giftist Wissam.