Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur greint frá því að faðir sinn, Robert Kardashian, hafi gert grín að því að Bruce Jenner klæddi sig upp sem konu.

Sjá einnig: Faðir hennar vissi strax að karlmenn myndu þrá hana

Kim var ekki nema 11 ára þegar hún heyrði faðir sinn ræða þær sögusagnir að Bruce stundaði það að klæða sig upp eins og kona. Þær sögusagnir voru réttar en í dag vill Bruce láta kalla sig Caitlyn.

Kris Jenner, móðir Kim, var gift lögfræðingnum Robert Kardashian þangað til árið 1991 en einungis einum mánuði eftir að skilnaðurinn gekk í gegn giftist hún Ólympíugullverðlaunahafanum, Bruce Jenner.

Sjá einnig: Ætlar ekki að vera Kris Jenner lengur

Í nýrri bloggfærslu á vefsíðu sinni ræðir Kim opinskátt um Caitlyn Jenner og breytinguna.

Kim lýsir því í bloggfærslunni sinni hvernig það var þegar hún sá Bruce í fyrsta skipti íklæddan kvenmannsfötum. Hún var að koma heim frá vinkonu sinni þegar hún mætir Bruce í bílskúrnum. Bruce hafði verið einn heima áður en Kim kom og nýtti því tækifærið og klæddi sig upp. Hann var með hárkollu, málaður og í háum hælum.

Sjá einnig: Kardashian klanið fagnar feðradeginum með Caitlyn Jenner

Kim segist ekki muna nákvæmlega í hverju hann var en að viðbrögð hennar hafi verið horfa niður og strunsa inn í herbergið sitt. Hún hefði aldrei trúað því sem hún sá þennan dag ef hún hefði ekki heyrt föður sinn ræða Bruce og þennan orðróm 10 árum fyrr.

Kim stóð í þeirri meiningu að Robert faðir hennar væri öfundsjúkur út í Kris og Bruce og þess vegna væri hann að ræða sögusagnir um Bruce við vini sína. Robert ræddi þessi mál óspart við vini sína og gerði grín af Bruce.

Sjá einnig: Hver er eiginlega faðir Khloe Kardashian?

Hin verðandi tveggja barna móðir segir að það sé skrítið fyrir hana að sjá Bruce sem Caitlyn en Bruce var stjúpfaðir hennar í langan tíma.

Lífið snýst þó um að vera hamingjusamur segir Kim en það er eitthvað sem allir skilja.

Screen Shot 2015-09-17 at 23.31.41

SHARE