Ísland hefur aldrei verið mikil tequila þjóð en nú gæti verið breyting þar á. Pablo Discobar opnaði í haust og þar ríkir suðræn stemning, með mikla áherslu á seiðandi kokteila með tequila og mescal. Frá því að úða salti á handabakið og sleikja það af, hamra volgt tequila niður kverkarnar og fálma óður eftir sítrónunni til að hreinsa bragðið í munninum er nú loks fáanlegt hágæða tequila á Íslandi. Gott tequila þarf ekkert salt og enga sítrónu heldur er það sötrað með klaka og rennur ljúflega niður.
Pablo Discobar er með stóran kokteilseðil og þar eru margarítur áberandi af öllum gerðum og þeir nota eingöngu Don Julio hágæðatequila. „Þegar vandað er til verka og allt hráefni er ferskt þá er nauðsynlegt að vera með hágæðaáfengi, annars er öll fyrirhöfnin til einskis,“ segir Gunnsteinn eigandi Pablo Discobar.
„Salan á Don Julio jókst svo mikið þegar við opnuðum að birgðir landsins kláruðust í 2 vikur enda jókst salan um 178%. Nú er það loks fáanlegt aftur og Don Julio Blanco komið í ríkið, landsmenn geta haft það gott um jólin og fengið sér heima hjá sér eða skellt sér á Pablo í gæðakokteil,“ sagði Gunnsteinn.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.