Pamela Anderson mætti án farða á tískuviku í París

Leikkonan Jamie Lee Curtis hrósaði „uppreisn og hugrekki“ Pamelu Anderson, eftir að sú síðarnefnda mætti án farða á tískuvikuna í París í Frakklandi.

Pamela var töfrandi á sinn áreynslulausa hátt þegar hún fór á margar tískusýningar í París og vakti hún mikla athygli á svæðinu. Jamie Lee skrifaði færslu um þetta uppátæki Pamelu á Instagram: „Byltingin fyrir náttúrulegri fegurð er formlega hafin.“ Svo deildi hún tveimur myndum af Pamelu í gulum kjól sem hún klæddist á tískuvikunni.

SHARE