Passa upp á þau mikilvægustu

Min allra versta martröð er að vera í útlöndum með börnin mín, vera stödd inni á stóru safni eða verslunarmiðstöð, og ég sný mér við og þau eru ekki þarna.

Börn eru börn og auðvitað ef þau sjá eitthvað áhugavert þá muna þau vilja athuga það betur, sama hvað mamma er búin að lesa mikið yfir þeim. Ég var líka hrædd um að þau vissu ekki hvert þau gætu snúið sér, hvern þau gætu beðið um hjálp. Þannig að ég og pabbi þeirra útbjuggum þetta handa þeim. Við notuðum töskumerkingar og svona „hálsmen“, ósköp einfalt.

Textinn sem við notuðum var einfaldur „Halló, ég heiti…………… Ég er á ferðalagi hérna með fjölskyldunni minni og ef þú lest þetta þá er ég búinn að týna fjölsyldunni minni og þarf hjálp. Viltu hringja í þetta símanúmer………..“

Reglan var einföld, ef þau fóru út úr bílnum, í hvert sinn sem við fórum á safn, eða dýragarð, verslunarmiðstöð, eða bara einhversstaðar þar sem við gátum mögulega týnt þeim, þá var þetta sett utan um hálsinn á þeim og þau fengu ströng fyrirmæli að EF þau myndu týnast þá ættu þau að leita að lögreglumanni, einhverjum starfsmanni og sýna þeim þetta. Ég veit ósköp vel að sá sem ætlar að ræna barni lætur svona ekki stoppa sig, en þetta gerði mig rólegri og smá öruggari, og sem betur fer þá þurftu þessi firðildi sem ég á aldrei að nota þetta.

 

 

 

SHARE