Pavlova með kókosbollu, Dumlesósu og ferskum ávöxtum

Við fjölskyldan erum öll frekar mikið hrifin af pavlovu og yfirleitt ef eitthvað er um að vera mæti ég með pavlovu og það er aldrei vesen að láta klára hana.

Ég nota uppskrift sem ég fann á erlendri síðu sem heiti Allrecipies og er svona:

 • 6 eggjahvítur
 • 330 gr sykur
 • 1½ tsk edik
 • 1 tsk vanilludropar (eða hvernig vanillu sem er)

Rjómi og kókosbollur

 • 1 peli rjómi
 • 1 bakki kókosbollur

Dumlesósa

 • 120 gr dumle
 • ½ dl rjómi

Aðferð:

 1. Ég þeyti eggjahvíturnar þangað til þær fara að stífna og fer þá að bæta sykrinum útí, eina matskeið í einu og læt líða svona 30 sekúndur á milli skeiða.
 2. Þegar sykurinn er allur kominn í er gott að nota sleikjuna og fara alveg ofan í botninn á skálinni og í allar hliðar og kveikja svo aftur á hrærivélinni í nokkrar mínútur í viðbót.
 3. Ég set kökudiskinn sem ég ætla að nota á smjörpappírinn og strika hringinn, með blýanti, áður en ég helli blöndunni á pappírinn. Ég passa svo að setja ekki blönduna innan við hringinn og smyr henni út.

4. Bakað í 90 mínútur við 100° og slökkvið á ofninum og látið kökuna kólna inni í ofninum. Alls ekki opna ofninn fyrr en 90 mínútur eru liðnar og metið hvort ykkur finnist hún þurfa lengri tíma. Bakið helst daginn áður og setja rjómann og ávextina daginn eftir.

5. Þeytið rjómann og brytjið kókosbollur með höndum ofan á botninn á meðan.

6. Þeytti rjóminn fer ofan á

7. Brytjið ávexti sem þið viljið hafa ofaná, ég hafði bláber og jarðarber.

8. Ávextir fara ofan á rjómann. Bræðið Dumle í örbylgjuofninum og hrærið reglulega í með gafli og bætið svo rjómanum útí og hrærið vel saman.

9. Ávextir og sósa sett ofan á og kakan sett í ísskáp þangað til hún er borin fram.

SHARE