Persónuleikinn hefur áhrif á kynhvötina

Of mikið stress og of mikið áfengi er ekki það eina sem getur dregið úr kynhvötinni. Skv. nýrri rannsókn sem birt er í tímaritinu Sexual Medicine getur persónuleikinn haft áhrif á hvernig kynlífið er.

Fimmtíu konur sem sóttu sér meðferð vegna kynlífsvandamála tóku þátt í rannsókninni til að sjá hvernig kynlíf þeirra, persónuleiki og aðferð þeirra til að bregðast við vandamálum færu saman. Rannsóknin leiddi í ljós að þær konur sem skoruðu hátt á úthverfu (þær sem voru opnar og atorkusamar) og opnar fyrir nýrri reynslu (þær sem voru forvitnar og frumlegar) stunduðu betra kynlíf en þær konur sem voru innhverfar og minna opnar fyrir nýrri reynslu.

En ekki hafa áhyggjur, þetta þýðir ekki að kynlífið sé dauðadæmt  ef að þú ert innhverf týpa. Rannsóknin leiddi líka í ljós að það að takast á við kynferðislega vanvirkni með jákvæðum hætti eins og til dæmis  tilfinningalegum stuðningi (tala við vin eða sálfræðing) tengdist betri fullnægingu og kynferðislegri ánægju. Þannig að ef að þér finnst þú ekki jafn til í tuskið og áður og þú ert að eðlisfari frekar innhverf og hefðbundin týpa, gæti það hjálpað að ræða hlutina við sálfræðing, makann eða góðan vin. Þú getur ekki breytt persónuleika þínum en það þýðir ekki að þú getir ekki hresst upp á kynlífið hjá þér!

Heimild 

SHARE