Pizza með hráskinku og ferskum fíkjum

Hún Lólý er svo mikil gersemi þessi pizza er sko meira en girnileg!

Kíkið á http://loly.is þar er fullt gott að finna.

Uppskrift:

1 skammtur pizzadeig
3 ferskar fíkjur skornar í báta
1 bréf parmaskinka
salt og pipar
Rautt pestó
1 lúka fersk basilika
2 dl ólífuolía
2 hvítlauksrif pressuð
1 poki ferskur mozzarella
Parmesan ostur

Aðferð:

Fletjið pizzadeigið út og setjið rautt pestó á það. Rífið mozzarella ostinn yfir gróft, setjið fíkjurnar yfir en skiljið eina eftir sem þið setjið yfir þegar pizzan kemur út ofninum. Dreifið parmaskinkunni yfir, hluta af basilikunni og saltið og piprið.
Takið ólífuolíuna og blandið hvítlauknum út í hana og dreifið yfir pizzuna. Bakið við 220°C í 20 mínútur. Þegar pizzan er tilbúin, takið hana út og dreifið restinni af fíkjunum yfir, fersku basilikunni og smá óreganó. Svo er auðvitað alltaf gott að rífa ferskan  parmesan yfir.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here