Systurnar Sigrún Kristín og Elva Rósa tóku sig til og stofnuðu nýverið netverslunina Esja Dekor sem selur öðruvísi og skemmtilegar hönnunar- og gjafavörur. Pop up markaður Esju Dekor verður um helgina í anddyri ferðafélagsins í Mörkinni 6 en í gærkvöldi fór fram opnunarpartý markaðarins þar sem gestir gátu meðal annars verslað og fengið sér tímabundið tattoo.

Vörurnar eru einstaklega fallegar og koma frá nokkrum mismunandi löndum líkt og Bandaríkjunum, Ástralíu og Danmörku.

SHARE