Psoriasis – Reynslusaga

Psoriasis er langvinnur bólgusjúkdómur í húð sem lýsir sér með útbrotum. Einstaklingsbundið er hversu mikil útbrotin verða, sumir eru með stöðug einkenni á meðan aðrir fá einkenni á margra ára fresti. Margir sem þjást af sjúkdómnum lýsa erfiðleikum með að finna meðferðarúrræði sem henta. Hér á eftir segir kona frá upplifun sinni af sjúkdómnum, sem kom fram hjá henni eftir að hún tók inn lyf gegn malaríu fyrir ferðalag til Afríku.

Ég hafði aldrei haft nein einkenni psoriasis áður og varla kannast við exem á húðinni fyrr en ég fór að taka malaríulyf á ferðalagi um Afríku. Ég hafði þá þau ráð að bera á mig hreina shea butter olíu og lá í sólinni á hverjum degi með þeim afleiðingum að blettirnir voru farnir á innan við 2 vikum.

Þá vissi ég ekki hvað þessir blettir merktu. Hálfu ári seinna spruttu samskonar blettir fram hjá mér á baki og maga og dreifðust fljótt yfir á handleggi og fótleggi líka. Ég fór til húðsjúkdómalæknis sem loksins greindi mig með psoriasis. Ég fékk greininguna, en því miður ekki mörg ráð önnur en þau að bera á mig krem, sem ég hafði að sjálfsögðu verið að gera til þessa. Sólarmeðferð var einn möguleiki, en dýr og erfitt að fá tíma.

Psoriasis og matarræði

Það er yfirleitt ekki það fyrsta sem læknarnir segja okkur en flestir þeir sem hafa reynslu af sjúkdómnum eru sammála um að mataræði getur haft skjót og bein áhrif á psoriasis. Daginn eftir læknistímann var ég svo heppin að hitta strák sem hafði margra ára reynslu að baki í baráttu við sjúkdóminn, og öll systkini hans líka. Hann benti mér strax á að mataræði hefði sérstaklega mikið að gera með hverning blettirnir hans þróuðust. Hann hafði þjáðst í mörg ár, og eftir að hafa fylgt leiðbeiningum úr bókum læknisins og næringarfræðingsins Dr. Paganos losnaði hann við öll einkenni! Ég ætlaði ekki að láta þessi úrræði framhjá mér fara og pantaði bækurnar samstundis af netinu. Ég byrjaði strax á ströngum kúr, sem ég setti mér að fylgja eftir í þrjá mánuði og öll einkennin svo mikið sem hurfu strax eftir fyrsta mánuðinn!

Læknirinn Dr. John A.O. Pagano, er sérhæfður í lækningu á psoriasis og hefur gefið út þrjár bækur um sjúkdóminn, sem einblína aðallega á breytt matarræði.

Í bókinni “Healing Psoriasis” gefur hann góða útskýringu á sjúkdómnum og af hverju mataræðið er svona mikilvægt. Hann segir að Psoriasis séu ofvirkar og ofur metnaðagjarnar húðfrumur sem reyna að taka við starfi “latra” meltingarfæra. Húðfrumurnar stressa sig yfir því að líkaminn nái ekki að losa sig við næringarefni á eðlilegan hátt og byrja þ.a.l. að endurnýja sig allt of hratt. Eins og margir sem þjást af psoriasis var ég sjálfur með allskyns meltingartruflanir sem hafa lagast á kúrnum. Aðaláherslan er að forðast hveiti, sykur, kaffein, áfengi, hvít hrísgrjón, og alla svokallaða night shades; tómata, eggaldin, paprikur, kartöflur og basil. Þetta er náttúrulega mikil breyting fyrir flesta í mataræðinu, en var algerlega þess virði fyrir mig. Ég ákvað að taka mér 3 heila mánuði í þessar breytingar. Ég byrjaði á að kaupa mér allar þrjár bækurnar á amazon.is. Sú fyrsta er um psoriasis og mataræði, önnur er matreiðslubók og sú þriðja fjallar um svokallað “leaky gut syndrom” sem er meltingargalli sem hrjáir mjög marga psoriasis sjúklinga. Ef ekki allar bækurnar eru keyptar mæli ég þá sérstaklega með þeirri fyrstu.
Þetta snarvirkaði á mig, og ég er nokkuð viss um að það var mataræðið sem gerði útslagið, en ekki síður held ég að hugarfarið hafi líka hljálpað.

Næg hvíld, matarræði og andleg heilsa haldast í hendur í baráttunni gegn psoriasis.

Eftir því sem ég best veit þá eru þrjú grundvallaratriði sem hafa áhrif á psoriasis, og það eru; hvíld! mataræði og andleg heilsa! Í mínu tilviki þegar blettirnir réðust á mig var ég langþreytt og í miklu prógrammi, mér fannst allur sólahringurinn svo mikilvægur að ég gat ekki hugsað mér að sleppa úr neinu, svo ég ætlaði bara að sofa í næsta mánuði. Ég drakk líklega meira kaffi heldur en vatn, og fór oft út í drykk á kvöldin. Líkaminn sýndi mér svo að þetta var alls ekki í lagi, og ég ákvað að snúa við blaðinu, hlusta, og hlúa að honum eins vel og ég gat.
Ég fékk undanþágu í skólanum til að vinna sem mest heimavið og hvíldi mig eins mikið og ég gat.

Nýr heimur opnaðist

Það var ekki erfitt að breyta mataræðinu en það erfiðasta var líklegast að geta sjaldan farið út að borða og að fara í matarboð til vina án þess að koma með eigin mat. Allaveganna fannst mér þetta leiðinlegt fyrst og fannst ég ömurleg að vera þessi „týpa” með sérþarfir. En á endanum voru vinirnir avleg ótrúlega stuðningsríkir og stoltir af mér fyrir að kýla á þetta „ómögulega” matarræði. Mér fannst ég fyrst ekki mega borða neitt, en ég áttaði mig fljótt á því að ef ég horfði bara á hlutina sem ég “mátti ekki borða” myndi ég fljótlega verða  líklegri til uppgjafar. Að vera í sífelldri afneitun um hluti varð bara allt of þreytandi. Í staðin fór ég að horfa á alla nýju möguleikana í mataræðinu, og þá var eins og nýr heimur opnaðist fyrir mér. Þetta varð skyndilega ótrúlega skemmtilegur leikur, og ég fór að meta mat á alveg nýjan hátt. Alveg frá því ég tók þessa þrjá mánuði í gegn hef ég verið laus við öll útbrot sjúkdómsins en stefni á að fylgja kúrnum strangt í a.m.k. þrjá mánuði á hverju ári.

Heimild:
Birt með góðfúslegu leyfi heilsufrelsi.is

heilsufrelsi_small

 

 

SHARE