Pyntaði og myrti 2 ára stúlku – Var myrtur í fangelsi nú í febrúar!

Subhan Anwar, 24 ára gamall fangi sem pyntaði og myrti 2 ára gamla stúlku fannst látinn í klefa sínum í Worcester héraði í Englandi. Talið er að hann hafi verið myrtur og eru nú tveir fangar grunaðir um verknaðinn.

Subhan Anwar var dæmdur í 23 ára fangelsi árið 2009 fyrir morðið á Sanam Narvsarka sem var dóttir sambýliskonu hans.

Morðið á stúlkunni

Litla stúlkan var pyntuð og henni höfðu verið veittir alvarlegir áverkar, hún hafði hlotið um og yfir 107 áverka á þeim 4 vikum sem leiddu að dauða hennar. Báðir lærleggir og handleggir stúlkunnar höfðu verið brotnir, 36 marblettir voru á hálsi hennar og höfuði, 26 á höndum hennar og 10 á maga. Í íbúðinni fundust lítil blóðug handaför og blóðblettir fundust út um alla íbúð. Mikil reiði braust út í Bretlandi eftir morðið þar sem barnaverndarnefnd hafði verið tilkynnt um áverka á stúlkunni 4 vikum fyrir morðið. Móðir stúlkunnar og kærasti hennar skildu barnið reglulega eftir í litlu dimmu herbergi meðan þau fóru út að skemmta sér, þrátt fyrir að stúlkan hefði verið dauðhrædd við myrkrið kemur fram í skýrslu um málið. Kvöldið sem stúlkan lést hafði hún verið lokuð inn í litlu herbergi, með lífshættulega áverka sem aldrei hafði verið hlúað að en sumir áverkarnir og beinbrot voru allt að 3 vikna gamlir. Á meðan stúlkan var ein í lokaða herberginu fóru mamma hennar og kærastinn út að skemmta sér, stúlkan dó þetta kvöld.


Eftirmálar

Í fyrstu sagði parið lögreglu að stúlkan hefði drukknað í baði þegar þau litu af henni í smástund. Það var útilokað þar sem krufning sýndi fram á að það væri ekki orsök dauða stúlkunnar. Þau sögðust bæði verið saklaus af ásökunum um morð. Móðirin fékk 9 ár í fangelsi fyrir manndráp af gáleysi en kærasti hennar, Subhan Anwar fékk 23 ára fangelsisdóm fyrir morð. Móðirin sagðist hafa brugðist dóttur sinni og viðurkenndi að hún hefði átt að vernda hana. Dómarinn sagði við mömmuna:
“Þú vissir hvað barnið þitt þurfti að þola en gerðir ekkert, alls ekkert! það er ótrúlegt og alveg hræðileg mannvonska. Þú sveikst dóttur þína og misnotaðir traust hennar, hún treysti á þig en þú sinntir ekki þínum skyldum og tókst samband þitt við kærastann fram yfir dóttur þína”

Morðið á barnamorðingjanum

Subhan Anvar fannst látinn í klefa sínum fyrir nokkrum dögum og 2 fangar hafa verið kærðir fyrir morðið. Fangarnir höfðu brotið á honum hálsinn og þannig endaði líf þessa hræðilega manns. Mennirnir sem myrtu hann eru 47 og 45 ára en ekki er vitað hvað varð til þess að þeir ákváðu að drepa manninn. Þeir hafa líklega bara verið að gera samfélaginu greiða, í það minnsta munu líklega fáir sakna mannsins.


Inn í þessu herbergi var stúlkan lokuð inni.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here