12 raunverulegar ástæður skilnaða

Skilnaðir verða sífellt algengari og sjaldnast vita utanaðkomandi aðilar raunverulega ástæðu skilnaðar annarra og yfirleitt fær maður skýringar á borð við: „Við bara þroskuðumst í sundur“ og  „Við vildum bara ekki sömu hlutina“ eða „Ég gat bara ekki búið með honum lengur“.

Reddit fékk lesendur sína til að segja sér frá raunverulegum ástæðum þess að þau skildu við maka sinn og tók þær saman.

1. Hún gat ekki ímyndað sér að eiga börn með honum.

„Mér varð það ljóst að ég myndi ekki treysta honum fyrir börnunum sem við gætum einhverntímann eignast. Þá varð mér það ljóst að ef ég vantreysti honum svona, þá ætti ég ekki að treysta honum fyrir mér.“

2. Hann giftist sjúklega sjálfhverfri konu.

„Við skildum því ég var búin að sjá í gegnum hana og hún vissi það. Hún gat ekki stjórnað mér og dregið mig á asnaeyrunum. Um leið og ég sjá að hún var sjúklega sjálfhverf þá var þetta búið.“

3. Þau þroskuðust í alvöru í sundur.

„Við vorum gift í átta ár. Ég held að við höfum bæði vitað að þetta myndi ekki endast að eilífu. Ég elskaði hana af öllu hjarta og hún elskaði mig. Það var samt alltaf eitthvað sem við gátum ekki veitt hvort öðru. Við enduðum á því að þroskast í sundur og það var komin gjá á milli okkar sem myndi aldrei lokast. Ég sé ekki eftir neinu í sambandi við hjónabandið. Við eigum tvær yndislegar dætur, en önnur þeirra er bara dóttir hennar en ég ættleiddi hana þegar við vorum saman. Við erum enn góðir vinir og tölum saman á hverjum degi. Við getum alveg verið rifist en í heildina erum við að mestu leyti sammála og eigum góð samskipti sem fólk hrósar okkur fyrir. Ég eyði ennþá fríum með fjölskyldunni hennar, þó hún sé komin í annað samband. Ég á fín samskipti við hann líka.“

4. Hún hélt framhjá

„Við komumst að því að ég gat ekki átt börn nema með leiðum sem kostuðu mjög mikla peninga. Hún gat ekki tekist á við þetta og tók málin í sínar eigin hendur og varð ófrísk eftir annan mann. Ég var tilbúinn að fyrirgefa henni framhjáhaldið alveg þangað til við komumst að því að hún væri ófrísk.“

5. Þau voru of ung þegar þau giftu sig

„Ég var of ung (giftist 23 ára, manni sem var 30 ára) og við hreinlega gátum ekki látið þetta virka. Við vorum búin að breytast frá því við byrjuðum saman og hættum saman í góðu. Eitt af stærstu vandamálum okkar var að við höfðum eiginlega ekkert rætt framtíðina almennilega (bara svona aðeins) og við vorum eiginlega ekkert búin að spá í forgangsröðun hvors annars. T.d. er ég mikil borgarmanneskja, á meðan hann vildi alltaf að við myndum flytja í sveitina. Hvorugt okkar var neitt ósanngjarnt með þetta, við vorum bara ekki rétt fyrir hvort annað.“

6. Hann var of háður henni

„Í þau 10 ár sem við vorum saman (gift í 6 ár), var hann aldrei lengi í sömu vinnunni. Í fyrstu trúði ég afsökunum hans – þetta var aldrei honum að kenna – og reyndi að sýna honum stuðning. En svo var þetta of mikið. Ég varð þreytt á því að hann tók aldrei ábyrgð á því að vera alltaf seinn og vera latur. Seinustu 2 árin sem við vorum gift, var ég í tveimur vinnum (fullri vinnu og hlutastarfi) og hann var atvinnulaus í ár. Hjálpaði hann til á heimilinu? Neibb. Ég kom heim um 23 á kvöldin, eftir að hafa unnið frá því um morguninn og hann heimtaði kvöldmat. Hann hjálpaði ekki til með þvottinn og ekki með þrifin. Hann eyddi öllum deginum í tölvuleikjum og tæmdi bankareikningana okkar. Á endanum hafði ég vit á því að fara frá honum.“

7. Þeim varð ljóst að þau gengu í hjónaband á röngum forsendum

„Við skildum af því við hefðum í raun aldrei átt að gifta okkur. Okkur langaði bara í „drauminn“. Það er alveg magnað hvað margir af minni kynslóð lenda í því saman. Sem betur fer uppgötvuðum við þetta áður en við fórum út í barneignir.“

8. Hann gat ekki treyst henni

„Fyrir það fyrsta var ástæða skilnaðarins skortur á trausti (ég treysti henni ekki). Ég stóð hana að of mörgum lygum og það varð þannig á endanum að ég efaðist sannleiksgildi  alls sem hún sagði eða sagði ekki. Þetta endaði eiginlega þannig að ég fór að lesa alltof mikið í það sem hún gerði því ég vissi aldrei hvort ég gæti treyst því sem hún sagði eða áformum hennar. Hún varð þreytt á því og fór frá mér.“

9. Hún þoldi ekki gagnrýnina

„Við hættum að vilja sömu hlutina í lífinu og ég var þreytt á því að vera stanslaust gagnrýnd. Mér fannst ekki að þessi skuldbinding (hjónabandið) ætti að brjóta mig svona niður.“

10. Hann vildi skilja út af börnunum

„Ég kvæntist henni þegar ég var ungur og nýbúinn að missa móður mína. Mig vantaði einhvern. Þetta var hjónaband sem var bara þægilegt næstu 10 árin. Það var svo þegar við eignuðumst börn og vorum knúin til að hafa samskipti sem ég þoldi ekki við lengur. Ég sótti um skilnað þegar tvíburarnir voru 3 ára því ég vildi ekki að þeir væru orðnir eldri því þá myndi þetta hafa of mikil áhrif á þá og ég myndi ekki geta hugsað mér að fara af heimilinu. Ég er mjög glaður að ég gerði þetta. Þó það hafi verið togstreita í gangi útaf meðlaginu og barnabótunum, tel ég að þetta hafi verið það besta fyrir mig og börnin. Ég man að ég hugsaði að ég ætti bara eitt líf og það er ekki hægt að fá annað tækifæri þegar það væri búið.“

11. Hann varð fullorðin en hún ekki.

„Við áttum engan veginn saman á tilfinningalegan hátt. Ég var alltaf að vona að hún myndi þroskast, en hún gerði það ekki. Hún var alltaf sama manneskjan og ég kvæntist. Hugsið ykkur. Ár af pararáðgjöf, 6 mánuðir af samtalsmeðferð fyrir mig, 15 árum og þremur börnum síðar….. skildum við.“

12. Hjónaband þeirra var án ástríðu

„Ég átti þægilegt og indælt hjónaband í 11 ár. Ég er ekki viss um að það hafi nokkurn tímann verið ástríða hjá okkur, en í lokin vorum við meira bara félagar sem stunduðu kynlíf einu sinni í viku af eintómri skyldurækni. Hún hélt svo framhjá mér með samstarfsfélaga og þá varð mér það ljóst að ég var ekki lengur ástfanginn og hamingjusamur.“

 

Tengdar greinar:

Það sem ég vildi að ég hefði vitað fyrir skilnað – Einlæg frásögn karlmanns og ráð hans til eiginmanna

Skilnaður – Haltu þig á mottunni, barnanna vegna!

Fáránleg sambands og hjónabandsráð – 6 atriði

Hann fann 101 aðferð til að nota brúðarkjól fyrrverandi – Hefndin er sæt

 

SHARE