Leikkonan Reese Witherspoon hleypti á dögunum Vogue inn á heimili sitt í Los Angeles til að taka upp viðtal þar sem Reese er spurð 73 spurninga.

Hin 38 ára gamla leikkona var spurð um allt milli himins og jarðar þar á meðal hverjum hún myndi vilja bjóða í matarboð. Hún sagðist vilja bjóða öllum kvenöldungadeildaþingmönnunum í lasagne til að ræða afhverju það væru ekki fleiri konur öldungadeildarþingmenn.

Þegar leikkonan var svo spurð að því hvað væri besta gjöf sem hún hefði fengið sagði hún að börnin sín væru besta gjöfin og sagði að þau væru einnig besta gjöfin sem hún hafði gefið.

Í myndbandinu má svo sjá leikkonuna draga myndatökumanninn út á trampólín í garðinum hjá sér þar sem hún gerir sér lítið fyrir og hoppar í afturábak flikk.

 

SHARE