Reincarnation: Logandi heitt ástarævintýri Lagerfeld á hvíta tjaldið

Fantasíukennd ævibrot hinnar frönsku Gabrielle Bonheur Chanel, málverk sem lifna við á miðnætti og mislynd hjörtu alþýðunnar sem slá í takt við forboðnar ástir eru viðfangsefni Karl Lagerfeld sem leikstýrir jólaævintýri Chanel í ár; stuttmyndinni Reincarnation.

Hátískufyrirsætan Cara Delevingne og tónlistarmaðurinn Pharell Williams frumflytja jafnframt sinn fyrsta dúett, CC the World í Reincarnation en þetta mun vera frumraun Cöru við hljóðnemann og verður að segjast sem er að stúlkan hefur ótrúlegt raddsvið.

Pharrell og Cara eru jafnframt í aðalhluterkum í jólamynd Chanel í ár, þar sem þau fara með tvöföld hlutverk sem lyftudrengur og þjónustustúlka annars vegar og svo sem austurrísku keisarahjónin sem allt fyrir löngu gengu á þessari jörðu og kvikna til lífsins þegar ljósin slokkna og mannfólkið lokar augunum á kvöldin.

Með hlutverk Gabrielle (Coco) Chanel fer engin önnur en Geraldine Chaplin, sem er dóttir stórleikarans sáluga, Charlie Chaplin en söguþráðurinn segir af ferðalagi Geraldine til úthverfa Salzburg árið 1954. Á hótelinu rekur hún augun í einkennisklæðnað lyftudrengs (leiknum af Pharrell) en Chanel verður svo hugfangin af klæðskerasniðnum jakkanum að hún fyllist innblæstri.

Sjálfur segir Lagerfeld löngu tímabært að svipta hulunni af sögu Chanel jakkans, sem löngu er klassískur orðinn:

Það er kominn tími til að segja frá uppruna Chanel jakkans, sem er sprottinn af einkennisklæðnaði lyftudrengs á hóteli nokkru í úthverfi Salzburg kringum 1950. Jólamyndin Reincarnantion (Endurfæðing) er saga af einkennisklæðnaði lyftudrengs sem gekk í endurnýjun lífdaga sem tímalaus dragt fyrir konur.

Hrífandi saga, heillandi stuttmynd og hverrar sekúndu virði, en fyrir neðan sjálfa stuttmyndina má sjá Making Of myndbandið sem er ekki síður fróðlegt en sjálf saga endurfæðingar Lagerfeld:

CHANEL: Pharrell Williams og Cara Delevingne í hátíðarmyndinni Reincarnation

Kvenleiki fer aldrei úr tísku: Tímalausir hátíðarkjólar úr smiðju Chanel

Cara Delvingne um ástina á konum, Mulberry og mátt samskiptamiðla

SHARE