Rekur listræna stjórnandann

Söngkonan Mariah Carey hefur ákveðið að slíta samstarfinu við listrænan stjórnanda sinn til margra ára eftir hræðilega frammistöðu í atriði sínu á viðburðinum New Year’s Rockin’ Eve á gamlárskvöld.

Sjá einnig: Mariah Carey gekk út af sviði á Gamlárskvöld

Heimildir herma að Mariah hafi verið mjög ósátt við ákvörðun hans um að færa bakraddasöngvarana hennar af sviðinu til að gefa dönsurunum meira rými, án þess að bera það undir hana eða aðra. Vill hún meina að vegna þessa hafi hana vantað þann stuðning sem hún þurfti þegar ekki gekk nógu vel á sviðinu. Og útkoman hafi verið algjör hörmung – það sem slúðurmiðlarnir vilja kalla verstu frammistöðu hennar til þessa.

SHARE