Réttlæti fyrir Quinten – Hvernig hrottafenginn faðir eyðilagði líf sonar síns.

Hér á eftir fer saga Valerie Wood og tveggja yngri hálfbræðra hennar, Quinten og Cameron og hvernig ofbeldisfullur faðir þeirra breytti lífi þeirra til hins verra:

Fyrir 9 árum síðan kynntist ég blóðföður mínum og komst að því að ég átti tvo yngri hálfbræður. Þremur dögum eftir að ég hitti þá fyrst, spurði faðir okkar hvort að þeir gætu búið hjá mér meðan hann ynni erlendis. Þetta var fyrsta nóttin okkar saman, þeir voru þá sex og sjö ára gamlir. Ég var 19 ára. Vegna þess að ég hafði kynnst þeim aðeins þremur dögum áður en ég varð ábyrg fyrir þeim, má segja að ást mín til þeirra hafi ekki verið systurást, heldur meira eins og ég væri foreldri þeirra.  Þetta er Quinten. Hann var sjö ára þegar hann byrjaði að búa hjá mér. Quinten var fæddur með sjaldgæfan litningagalla sem gerði honum ókleift að ganga, tala eða hugsa um sig sjálfur.

01-LCobCIj

 

Hann var samt sem áður hamingjusamur strákur. Hann hló og flissaði að öllu. Hann elskaði tónlist, vatn, að vera faðmaður og knúsaður og snúið í hringi. Hann vildi að komið væri fram við hann eins og strák, ekki viðkvæmt barn og hann var ekki veikur eða veikbyggður, það voru bara vissir hlutir sem við þurftum að passa upp á. Hann grét næstum aldrei, ekki nema hann væri að plata til að fá eitthvað gotterí.

02-Vidwlgc

Hvert sem Quinten fór, fór Camerein líka.  Þrátt fyrir að vera yngri bróðirinn þá var Cameron einskonar lífvörður Quinten.  Hann barðist fyrir hann, sagði honum leyndarmálin sín og knúsaði hann þegar Quinten leið illa. Þegar hann var í fyrsta bekk þá varð ég að kenna honum heima af því að hann þreifst ekki í skólanum, hann hafði svo miklar áhyggjur af hvar Quinten var og hvort að væri í lagi með hann.
03-vmzPKll

Hér er Quinten á afmælisdaginn sinn, ég var búin að gefa honum köku til að reyna að koma í veg fyrir að allt færi út um allt, en hann ákvað að hann vildi súkkulaði! Þannig að hann teygði sig yfir borðið, dró kökuna til sín og naut sín vel. Svona var hann gagnvart mat, þú hélst að hann myndi ekki komast í hann en svo var hann búinn að troða matnum upp í sig áður en þú vissir af.

04-RtC4JH3

Eftirað hafa hugsað um þá í næstum fjögur ár var komið að þeim tímapunkti að ég gat það ekki lengur, tilfinningalega og fjárhagslega. Faðir okkar sendi okkur peninga, en ég þurfti samt að vinna. Að finna dagvistun fyrir þá sem var á viðráðanlegu verði var næstum ómögulegt og Camreon var að komast á þann aldur að hann þurfti á föður sínum að halda. Svo ég bað föður okkur um að koma aftur til Bandaríkjanna og sækja þá. Hér er ég að kveðja þá á flugvellinum. Stundum finnst mér eins og þetta sé síðasti dagurinn sem ég var á lífi.

05-4ZhmAkI

 

Eftir að hafa búið með bræður mína erlendis í 2 ár sneri faðir minn aftur með þá heim.Ég var í skýjunum, ég var aðeins í 4 klukkustunda fjarlægð frá þeim og mátti koma í heimsókn eins oft og ég vildi. Þeir voru 12 og 13 ára. Eftir því sem tíminn leið fór ég að taka eftir að Quinten var mjög fölur, mjög grannur og hann var ekki hamingjusamur lengur.

06-BZLcl9j

Ég reyndi að heimsækjaþá oftar, í hvert sinn sem ég kom var ísskápurinn tómur, húsið var skítugt og allir voru svo daprir. Ég keypti matvörur og eyddi svo allri heimsókninni í að þrífa, en í næstu heimsókn var húsið orðið jafn skítugt og áður. Strákarnir voru stanslaust veikir, fengu kvefpestir sem voru stöðugar, en faðir okkar fór aldrei með þá til læknis.

07-SpECOHo

Ég áttaði mig á því að faðir okkar var hættur að hugsa um bræður mína. Cameron sem þá var 14 ára hugsaði um Quinten og sjálfan sig, allt frá því að þvo þeim í að skipta um bleyju á Quinten. Faðir okkar beitti Cameron líkamlegu og tilfinningalegu ofbeldi. Eftir að ég áttaði mig á ástandinu þá gerði ég það erfiðasta sem ég hef þurft að gera fram að þessu, þann 17. desember 2012 lagði ég fram kæru á hendur föður fyrir barnaofbeldi.

08-kJUDBcg

Félagsráðgjafi kom í skóla strákana og tók viðtal við Cameron. Hann sagði henni að hann væri skilinn eftir allan daginn að hugsa um Quinten, að faðir hans beitti hann ofbeldi og það væri næstum aldrei til matur á heimilinu. Ráðgjafinn lofaði þeim og lofaði mér að hún myndi koma á heimili þeirra til að kanna ástandið. Ég beið í 3 vikur, þá hringdi ég í Cameron hvort að hún væri búin að koma sem að hún hafði ekki gert. Camreon sagði mér að á hverjum degi þá héldi hann utan um Quinten og huggaði hann: “Vertu bara þolinmóður Bubby, systa er að senda einhvern til að bjarga okkur”. En enginn kom.

09-4WdRUeL

Ég átti í mikilli baráttu við sjálfa mig að setjast ekki upp í bíl og keyra sjálf og sækja þá, þar sem að félagsráðgjafinn hafði greinilega ákveðið að jólagjafainnkaup eða eitthvað annað var  mikilvægara en að bjarga bræðrum mínum úr þessu helvíti, en í hvert skipti sem að ég hringdi í félagsþjónustuna sögðu þau mér að vera þolinmóð, að einhver myndi koma og ef að ég tæki strákana þá yrði ég kærð fyrir mannrán. Þar sem að ég bjó í öðru fylki, þá myndi það valda því að ég sæi þá aldrei aftur og þeir færu strax aftur til föður okkar.

10-ojyAegR

Í kringum áramótin veiktist Quinten enn einusinni og eins og venjulega fór faðir okkar ekki með hann til læknis, heldur keypti einhver verkjalyf og sagði Cameron að gefa honum þau. Þann 3. janúar hringdi Cameron í mig, mjög æstur og sagði “Það er eitthvað öðruvísi, honum batnar ekki. Hann vill ekki borða, hann grætur bara og ég fæ hann ekki til að hætta”. Hann setti símann að eyra Quintens og ég sagði við hann “Brósi ég elska þig. Þú verður að láta þér batna, ég kem á morgun og ég ætla að faðma þig og kreista og taka þig heim með mér. Allt á eftir að verða betra”. Cameron sagði að hann hefði brosað og hætt að gráta þegar hann heyrði röddina mína. Cameron og ég grátbáðum föður okkar að fara með Quinten á spítala og hann sagði að hann myndi gera það um kvöldið, sem hann gerði ekki. Svo ég og eiginmaður minn ákváðum að fara daginn eftir heim til þeirra, hringja þaðan í lögregluna og segja þeim að annaðhvort kæmu þeir og tækju strákana í sína umsjá eða leyfðu okkur að taka þá, en þeir yrðu að fara af heimilinu.

11-I19SjoO

 

Ég sagði Cameron að halda utan um Quinten, rugga honum, strjúka honum um hárið, að jafnvel þegar lyf geta ekki læknað þig, þá geta faðmlög og kossar gert það. Svo Cameron færði rúmdýnuna sína inn í stofunaog setti hana við hliðina á sófanum sem Quinten svaf á, af því að dýnan hans var þakin hlandblettum. Ef að þú skoðar vel pappaspjaldið á myndinni þá sérðu hvar saur hefur þornað þar. Það var bókstaflega manna- og dýraúrgangur um allt húsið.

12-z1Bceob

Að morgni 4. janúar vaknaði Cameron og Quinten var látinn. Cameron hélt í hönd hans meðan hann svaf og hann vaknaði þegar hann fann að hún var orðin köld. Hann hljóp til föður okkar, sem eins og venjulega var í tölvunni inn í herbergi. Faðir okkar reyndi að lífga Qinten við en án árangurs. Sjúkraflutningamennirnir sögðu að hann hefði verið látinn í minnst 3 klukkutíma. Þetta er sófinn sem hann dó á. Ef að þú skoðar hann vel sérðu litamismuninn á áklæðinu þar sem að hann hafði pissað í gegn, sófinn var svo þakinn hlandi að ef að þú settist á hann, þá lyktuðu fötin þín af hlandi, jafnvel eftir að þau höfðu verið þvegin. Við komumst nýlega að því að á meðan þeir biðu eftir sjúkrabílnum, neyddi faðir okkar Cameron til að skipta um bleyju á Quinten til að fela það að hann var þakinn í eigin úrgangi.

13-6qLMhgm

Ég vinn að því öllum stundum að fá réttlætinu fullnægt. Faðir okkar á að vera í fangelsi, það kemur ekki annað til greina. Mér er sama hversu þunglyndur þú ert, það þarf skrímsli til að horfa í hina áttina á meðan börnin þeirra berjast fyrir lífi sínu. Þar sem að enginn vann vinnuna sína og skráði vanræksluna og ofbeldið þá virðist það vera þannig að faðir okkar muni komast upp með þetta.

14-jQ4LO6G

Þetta er í fyrsta sinn sem að ég tjái mig hér,ég vildi segja sögu mína til að minna alla á að ef að þú hefur grunsemdir um að barn sé beitt ofbeldi – SEGÐU FRÁ. Sérstaklega ef að þau eru fötluð, margir setja samasemmerki á milli fötlunar og veikinda, en svo er ekki. Þú ert jafnvel eina röddin sem þau hafa. Ekki hafa áhyggjur af því að foreldrar þeirra séu vinir þínir eða fjölskyldumeðlimir eða að þú sért að búa til drama eða vandamál. Þú ert kannski það eina sem kemur í veg fyrir að ungur drengur þurfi að standa yfir kistu bróður síns til að kveðja hann í hinsta sinn.

15-jijbCDL

 

Ég vil líka að fólk minnist hans. Hann hét Quinten Douglas Wood og hann var það besta sem ég hef kynnst. Brosið hans fékk heim minn til að snúast.  Láttu vini þína vita, ég vil aðeins að heimurinn minnist lítils drengs sem allir höfðu gleymt. Hvíldu í friði, litli fallegi maður, ég elska þig.

16-vhltbz8

Valerie hefur stofnað undirskriftabeiðni á netinu þar sem að hún fer fram á rannsókn á vinnuferli félagsþjónustunnar, að þeir sem vanræktu skyldur sínar verði látnir bera ábyrgð á hegðun sinni og réttlæti til handa bróður sínum hér 

Hún er einnig með síðu á facebook hér

Því má bæta við að Cameron býr nú hjá systur sinni, þar sem að vel er hugsað um hann og hann fær faglega aðstoð vegna þess sem hann hefur upplifað. Hann hefur jafnframt engin samskipti við ofbeldismanninn, föður sinn.

Heimild: http://www.viralnova.com/

SHARE