Ricky Gervais vill ekki giftast kærustu sinni til 40 ára

Grínistinn Ricky Gervais og kærasta hans, Jane Fallon, hafa verið saman í marga áratugi og margir hafa oft hugsað um það hvenær þau muni eiginlega ganga í hjónaband. Þau hafa hinsvegar valið að fara aðra leið í lífinu en aðrir og einblína meira á skuldbindingu til hvors annars en heilagt hjónaband.

Ricky og Jane hittust fyrst árið 1982 þegar þau voru nemendur í University College London. Síðan þá hafa líf þeirra breyst mjög mikið en Ricky er feykilega vinsæll grínisti og Jane er rithöfundur og hefur verið á metsölulistum með bækur sínar.

Þau urðu fljótlega sammála um að eignast ekki börn og ákváðu frekar að eiga gæludýr. Jane segist aldrei hafa séð sig fyrir sér sem móður og Ricky hefur einmitt grínast með það að það séu til alltof mörg börn til í heiminum. Ricky sagði líka frá því að þau hefðu ákveðið að giftast ekki og þau hefðu enga þörf fyrir að halda risa veislu til að fá gjafir og þess þá síður vildu þau að fjölskyldur þeirra beggja hittust við svoleiðis tilefni. Þetta er væntanlega grín en þau hafa verið saman í meira en 40 ár og það hlýtur að segja til um hversu skuldbundin þau eru hvort öðru.

SHARE