Rihanna synti meðal hákarla fyrir tískuritið Harper’s Bazaar

Rihanna prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs Harpers Bazaar en fyrir myndatökuna sjálfa óskaði tímaritið þess að söngdívan synti meðal hákarla í jökulköldu neðansjávarbúri, íklædd hátískuklæðnaði með vopnaða kafara sér til stuðnings.

Að sögn ritstjóra tók Rihanna vel í beiðnina, enda ýmsu vön á löngum ferli, en teymi Rihönnu var hins vegar ekki á sama máli og ríkti mikil taugaspenna kringum sjálfa tökuna, þar sem ýmsir óttuðust að söngkonan yrði fyrir heiftúðlegri árás meðan á ferlinu stóð.

hbz-0315-rihanna-04

Takan sjálf fór þó vel að lokum, en myndirnar sem skoða má hér að neðan voru teknar í Florida Aquarium í Tampa, Flórída fyrir skömmu. Rihanna deildi stolt einni ljósmyndinni á Twitter og sagðist hafa skemmt sér konunglega meðan á öllu stóð. Ekki að undra, enda eru sjálfar ljósmyndirnar stórkostlegar á að líta.

hbz-0315-rihanna-02

Ferlið sjálft var farið í áföngum og þannig mátti Rihanna kafa tólf sinnum niður í ískalt vatnið og það íklædd í þrjár misjafnar múnderingar – en á meðan svömluðu hákarlarnir stóískir hjá í jökulköldu vatninu. Myndbandið sem hér má sjá sýnir hvað gerðist bak við tjöldin meðan á tökum stóð en fyrir neðan myndbandið má skoða brot af ljósmyndaseríunni sem Harper’s Bazaar birtir í nýjasta tölublaði sínu:

rihanna

Tengdar greinar:

Berbrjósta Rihanna veldur usla á Instagram – Myndir

Rihanna næstum nakin í myndbandi Pour it up – bannað innan 18 ára!!

Frægt fólk sem reykir marijuana opinberlega – myndir

SHARE