Ríkharður Örn Steingrímsson varð bráðkvaddur í ferðalagi erlendis þann 21. apríl síðastliðinn. Hann var aðeins 39 ára gamall og hefði orðið fertugur tveimur dögum eftir að hann lést. 

Ríkharður var staddur á skemmtiferðaskipi þegar hann lést en hann var í ferðalagi með eiginkonu sinni og tveimur ungum sonum, Sigurjóni Nóa (9) og Agli Gylfa (6). Ferðina höfðu þau unnið í leik og fóru til Flórída þann 11. apríl og fóru í siglinguna þaðan.  „Þau ætluðu að koma til Flórída eftir nokkurra daga siglingu og ætluðu sér að dvelja þar til 3. maí,“ segir Anna Björk í samtali við Hún.is en hún var vinkona Rikka, eins og hann var kallaður, og konunnar hans. Anna ásamt fleiri aðstandendum hafa sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu Rikka.

„Við höfum verið vinir í tæp 20 ár. Hann og maðurinn minn voru vinir og ég kynnist honum þannig,“ segir Anna. „Rikki var nefnilega einn traustasti vinur sem hægt er að hugsa sér og hafði sérstakt lag á því að birtast þegar mikið lá við og hjálpa til.“

Anna segir að þau hjónin hafi lagst til hvílu að kvöldi 20. apríl en um nóttina vaknaði Iðunn við það að Rikki var að fá einhverskonar flog. Hún kallar eftir aðstoð en það var ekki hægt að bjarga lífi hans og var hann úrskurðaður látinn um borð í skipinu. Talið er að Rikki hafi fengið hjartaáfall en endanleg niðurstaða úr krufningu liggja ekki fyrir.

„Þau voru enn innan lögsögu Bahamas svo að þau eru mjög fljótt flutt um borð í bát og siglt með þau öll aftur til Bahamas. Ofboðslega vel staðið að öllu hjá skipafélaginu og henni var svo flogið á laugardeginum yfir til Flórída þar sem ættingar biðu þeirra,“ segir Anna.

Anna setti inn færslu á Facebook sem er á þessa leið:

Elsku vinur okkar og samstarfsfélagi, Ríkharður Örn Steingrímsson varð bráðkvaddur þann 21. apríl sl. þar sem hann var á ferðalagi erlendis með Iðunni eiginkonu sinni og tveimur ungum sonum, þeim Sigurjóni Nóa (9 ára) og Agli Gylfa (6 ára). Ríkharður hefði orðið fertugur þann 23. apríl ef hann hefði lifað.

Ríkharður hafði starfað síðustu tæp 20 ár sem lögreglumaður. Hann var traustur vinur, fyndinn og ævintýragjarn. Hann elskaði að ferðast og hafði á sinni alltof stuttu ævi ferðast vítt og breitt um heiminn. Hans verður mjög sárt saknað.

Auk þess að takast nú á við sorgina veldur fráfall hans fjölskyldunni fjárhagslegu óöryggi.

Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur fyrir þá sem vilja minnast Ríkharðs og hjálpa í leiðinni Iðunni eiginkonu hans og sonum þeirra að takast á við breyttan veruleika í kjölfar þessa mikla áfalls.

Aðstandendur söfnunarinnar hvetja sem flesta til þess að leggja sitt af mörkum og einnig deila þessu áfram.

Söfnunarreikningur á nafni Iðunnar, ekkju Ríkharðs:

0521-04-222800
Kt: 0602802909

Margt smátt gerir eitt stórt.

Með fyrirfram þökk,

Fyrir hönd fjölskyldu og vina Ríkharðs og Iðunnar,
Anna Björk Sigurðardóttir
Aðalgeir A. Jónsson
Edda Rut Björnsdóttir
Helga Dröfn Óladóttir
Trausti Th. Kristinsson
Vinnufélagar á Lögreglustöðinni á Vínlandsleið

 

Anna setti inn undurfallega afmæliskveðju á afmælisdegi Rikka.

Við hjá Hún.is viljum hvetja alla sem geta að vera með í því að styðja við bakið á aðstandendum Ríkharðs og sendum fjölskyldunni góða strauma á þessum erfiðu tímum.

SHARE