Ritz-bollur ala’ Ragga mágkona

Þessar eru to die for!

Uppskrift:

1 kg nautahakk

1 pakki ritzkex

1 poki púrrulaukssúpa frá Toro

Hvítlaukur eftir smekk

Aðferð :

Mylja Ritzkexið í skál, nautahakkið, púrrulaukssúpan, og hvítlaukur blandað saman. Síðan eru formaðar litlar bollur og þær léttsteiktar á pönnu. Síðan settar í eldfast mót.

1 flaska chillisósa

1/2 krukka af rifsberjahlaupi

Smá slurk af rjóma, eftir smekk

Chillisósa og rifsberjagel blandað saman við vægan hita í potti, rjóminn settur útí og þessu er svo hellt yfir bollurnar.

Sett í ofn á 170 gráður í 20 mínútur

Þessar bollur eru geggjaðar einar sér eða sem hluti af annari máltíð.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here