Rob Kardashian og Blac Chyna eignast dóttur

Raunveruleikastjörnurnar Rob og Chyna hafa eignast dóttur. Þau gáfu dóttur sinni hið óvenjulega nafn Dream Renee Kardashian, en eru að vonum  afar ánægð með að fá litlu stúlkuna í hendurna.

Sjá einnig: Rob og Blac búa í sitthvoru lagi

Dream kom í heiminn með keisaraskurði og voru afar margir fjölskyldumeðlimir og myndbandsupptukuvélar sem voru vitni af fæðingunni, sem átti sér stað á Cedars Sinai spítalanum.

Khloe Kardashian hefur sagt á samfélagsmiðlum að hún sé svo þakklát fyrir að vélin hennar hafði náð að lenda í tæka tíð fyrir fæðingu litlu frænku hennar. Kris Jenner er kampa kát yfir að hafa fengið að vera vitni af fæðingu 6. barnabarns síns og segir að þetta hafi verið eitt af dýrmætustu augnablikum lífs hennar.

Nýjasti meðlimur Kardashian fjölskyldunnar er víst afar falleg og hefur mikið hár.

SHARE