Sætur kjúlli

Kjúklingaréttirnir verða varla sætari, þessi er æðislegur!

 

Uppskrift:

4 stórar sætar kartöflur

4 – 5 kjúklingabringur

Einn poki spínat

Pestó

Fetaostur

Sólþurrkaðir tómatar

Olífur

Rauðlaukur

Aðferð:

Kartöflur skrældar og skornar í teninga, dreift á botninn á smurðu eldföstu móti. Spínati er dreift yfir kartöflurnar og kjúlklingabringum raðað ofan á spínatið.

Bakað í ofni við 180 gráður í klukkustund. Þegar 15 mín eru eftir af eldunartíma er rétturinn tekin úr ofninum og kjúklingurinn smurður með pesói, sólþurrkaðir tómatar, feta ostur og ólífur dreift yfir allt svo inn í ofn aftur og bakað í 15 mín sem eftir eru af eldunartíma.

Sjá meira: Súper einfaldur kjúklingaréttur

Svakalega gott að hafa ferskt salat með þessu.

Uppskriftin kemur úr litlu matreiðslubókinni Rögguréttir.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here