Safnar fé fyrir Krabbameinssjúk börn

Róbert Þórhallsson er 31 árs gamall úr Breiðholtinu en býr nú í Vesturbæ Reykjavíkur og í nokkur ár hefur hann eytt miklum tíma í að safna fé fyrir Styrktarfélag Krabbameinssjúkra barna.
Það var veturinn 2003 sem hugmyndin kviknaði að gera eitthvað góðverk um jólin eftir að hafa tekið maraþon í jólabíómyndum. Ég var ákveðinn að finna eitthvað verðugt góðgerðarfélag sem væri að hjálpa samfélaginu. Áður en ég var farinn að skoða félög þá fékk ég póst frá vinnufélaga á þeim tíma þar sem hann var að selja jólakort fyrir Styrktarfélag Krabbameinssjúkra Barna, enda átti hann barn sem var skjólstæðingur hjá félaginu. Ég ákvað að kaupa nokkra pakka sjálfur með það í huga að pranga þessu á vini og ættingja.
Eftir að hafa selt upp þá pakka fór Róbert sjálfur upp í skrifstofu SKB og spurði hvort hann gæti ekki keypt fleiri pakka til að selja áfram. Þetta vatt uppá sig og árið eftir var hann farinn að leigja bás í Kolaportinu um jólin í samstarfi við SKB.
Næstu jól eftir það fékk ég nokkra vini og vinnufélaga til að hjálpa mér við söluna og svo síðast þá kviknaði hugmyndin að fá þjóðþekkta aðila til að koma og hjálpa við söluna. Það gekk ljómandi vel og núna er það orðinn fastur liður í sölunni til þess að vekja meiri athygli á sölunni.
Róbert er með bás leigðan hjá Kringlunni og Smáralind þar sem salan fer fram. Sjálfboðaliðar geta mætt í 1 klukkutíma og látið gott af sér leiða. Sumir taka góðan vin með sér og keppa við hann í góðlátlegri keppni hvor selur meira. Einnig er félagið að selja falleg hálsmen og armbönd sem eru ágrafið orðið VON á 3 tungumálum. Þetta táknar þá von sem skjólstæðingar félagsins fá með þeim stuðningi sem það gefur þeim.

Salan verður í Kringlunni á morgun frá 10-21 og svo í Smáralindinni á laugardaginn frá 10-18. Hægt er að sjá dagskrána fyrir síðustu 2 dagana hérna og skrá sig sem sjálfboðaliði. Það eru ennþá laus pláss fyrir áhugasama. Allir sjálfboðaliðar eru nærðir annaðhvort með Subway bát eða sushibakka frá Suzushii fyrir tíma sinn. Svo erum við með karamellur sem við gefum gestum og gangandi.

segir Róbert að lokum.

Bryndís Gyða og Kidda Svarfdal ætla að leggja hönd á plóginn, fyrir hönd hún.is og vera í Kringlunni á morgun milli 15 og 16 að selja. Endilega komið við og kíkið á stelpurnar.

Einnig er hægt að kaupa jólakortin og þessi fallegu hálsmen á heimasíðu SKB eða mæta á skrifstofu félagsins sem er við Hlíðarsmára 14 í Kópavogi.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here