Safnar peningum fyrir systur sína

Hann Hermann Töframaður er aðeins  13 ára gamall ætlar að standa fyrir frábærri fjölskyldusýningu ásam Töfrahetjunum í  Salnum, Kópavogi, föstudaginn 16. maí næstkomandi. Sýningin er liður í því að safna fjármagni  til að systir hans Karen komist  erlendis í aðgerð til að laga hryggskekkju.  Slík aðgerð kostar 8 miljónir króna.

Hermann ásamt systur sinni, Karen
Hermann ásamt systur sinni, Karen

Hann hefur verið ötull að safna fyrir aðgerðinni með því að koma fram í afmælum og ýmiskonar uppákomum og  launin sín setur hann trúfastlega inn á söfnunarreikning systur sinnar og er þegar búin að safna um 200.000 kr.

„Ég er svo snortin af hjartalagi frænda míns að ég fann mig knúna að leggja hönd á plóg og hjálpa honum við  að koma þessum viðburði á framfæri,“ segir Sigga Lund um þetta fallega framtak frænda síns.

Sýning fyrir alla fjölskylduna

Töfrahetjurnar er frábær fjölskyldusýning sem inniheldur heimsfrægar sjónhverfingar og ótrúleg töfrabrögð. Áhorfendur fá að taka virkan þátt í sýningunni og  fá nokkrir heppnir  að aðstoða Töfrahetjurnar. Í sýningunni fá áhorfendur að sjá alvöru töfradýr og fá myndir af sér með hetjunum eftir sýninguna.

Töfrahetjurnar eru samblanda af nokkrum framúrskarandi einstaklingum sem geta gert ótrúlega hluti. Í töfrahetjunum eru meðal annars Einar Mikael töframaður og Viktoría töfrakona ásamt fleiri hetjum.

Sýningin er til styrktar Karenar systur Hermanns töframanns sem er að keppa í Íslands Got Talent. Verið er að safna fyrir aðgerð til að laga hryggskekkju sem Karen er með og vekja athygli á málstaðnum.

Töfrahetjurnar bjóða alla velkomna til að upplifa ótrúlega hluti og sjá töfrandi sýningu í Salnum.

Frjáls framlög eru einnig vel þegin

Allur ágóði af miðasölu rennur óskertur til að safna fyrir aðgerð Karenar en hérna eru upplýsingar til að leggja inná styrktarreikninginn frjáls framlög.

Reikningsnúmer: 322-13-110342 / Kt: 031296-2349

Miðasala á Töfrahetjurnar hefst miðvikudaginn  2. apríl og verða miðarnir seldir á Salurinn.is og midi.is. Miðinn kostar aðeins 2.490 kr.

 

SHARE