Sálin heldur sína seinustu tónleika

Sálin hans Jóns mín, eða Sálin eins og hún er kölluð í daglegu tali er að undirbúa sína seinustu tónleika.

„Seint í gærkvöldi bárust þau tíðindi að ein ástsælasta hljómsveit landsins síðustu þrjá áratugi, Sálin hans Jóns míns, hygðist hætta störfum og halda sína hinstu tónleika í Eldborg þann 20. október,“ segir inni á RÚV.IS

„Þetta er búið að liggja í farvatninu lengi, þannig við ákváðum bara að vera heiðarlegir gagnvart þeim sem hafa áhuga á bandinu. Þetta er í síðasta skipti sem við komum fram,“ segir Guðmundur Jónsson gítarleikari og stofnfélagi Sálarinnar í viðtali við Poppland.

Guðmundur segir að ekki séu nein illindi í gangi en þeir vilji líka hætta áður en til þess komi. „Ég veit það er mikil dramatík að segjast vera hættir, en þetta er líka æðislega gott að binda slaufu við eitthvað tímabil, skilja við allt í góðum fíling,“ sagði Guðmundur líka. 

Hér er hægt að lesa meira um þessa SEINUSTU tónleika sveitarinnar.

SHARE