Saltkaramella með pekanhnetum

Oh þessi karamella er svo bragðgóð að þú munt ekki geta hætt að borða hana. Hún kemur af hinu frábæra matarbloggi Önnu Bjarkar.

Saltkaramella með pekanhnetum
150 gr. pekanhnetur
200 gr. sykur
100 gr. smjör
12 msk. vatn
Sjávarsalt, flögur
Svona gerum við nammið:
Pekanhneturnar eru settar á vel smurða plötu.

Sykur smjör og vatn er sett í þykkbotna pott, og hitað á meðalhita, þar til allt er bráðið, hrært varlega í á meðan.  Hitinn er hækkaður og þegar fer að búbbla í sykrinum er klukka stillt á 5 mín.

EKKI LÁTA NEITT TRUFLA ÞIG Á MEÐAN þú hrærir varlega í, á meðan karamellan sýður í 5 mínútur nákvæmlega.  Málið er að hún þarf að  ná réttum gulbrúnum lit, annars er hún með hráabragði og ekki góð.  Þetta kemur á milli 4 og 5 mín og munar öllu í bragði.

Þegar karamellan er soðin er henni hellt yfir hneturnar, en farðu varlega HEITT HEITT HEITT ekki láta slettast á þig.  Láttu karamelluna bíða i 10 sec., áður en þú stráir svo sjávarsatlflögum yfir og lætur svo karamelluna kólna alveg.

 

Þegar karamellan er orðin hörð er hún brotin í hæfilega bita, þú ræður hvaða tækni þú notar.  Sumir brjóta hana með tilþrifum og sveifla kökukeflinu á hana…. bamm.. 🙂  Ég tók myndhöggvarann á þetta og braut hana í sundur með sterkum hníf sem ég barði á með buffhamri …. búmm, mátulegir munnbitar =D
Þú veist að það er ljótt að gefa ekki með sér, svo bjóddu fólkinu þinu bita með þér.
Verði þér að góðu 🙂

SHARE