Saman gegn matarsóun – Hátíð í Hörpu

Saman gegn matarsóun (United Against Food Waste Nordic) er norræn samvinna sem vinnur að því að minnka sóun á mat bæði í framleiðsluferlinu og hjá almenningi.

Markmiðið er að vekja athygli á þessu vandræðalega vandamáli ásamt því að leita lausna en gífurleg misskipting veldur því að sumir lifa í vellystingum og henda mat í tonnavís á meðan hungursneyð ríkir annarsstaðar.

Á heimsíðu verkefnisins er tekið fram að það sé hugsað til eins árs í senn. Auk viðburðarins í Hörpu sem fer fram þann 6. september á milli kl 13.00-18.00 verður framleidd heimildarmynd um matarsóun, gefin út matreiðslubók, framleiddur sjónvarpsþáttur, haldin námskeið fyrir almenning og stór málstofa verður skipulögð með aðkomu fagfólks svo fátt eitt sé nefnt.

Dagskráin í Hörpu verður í formi örfyrirlestra á sviðinu í Silfurbergi, básar frá fyrirtækjum verða með kynningar ásamt góðgerðarsamtökum og frumkvöðlum sem kynna munu árangursríkar aðferðir til að koma í veg fyrir sóun matvæla. Sem dæmi má nefna bjóða grænmetisbændur upp á súpu úr grænmeti sem fær ekki að fara í verslanir sakir afbrigðilegs útlits.

Mikið og þarft málefni hér á ferð því betur má ef duga skal.

 

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málefnið betur er bent á vef verkefnisins matarsoun.is.  Dagskrána er aftur á móti að finna hér fyrir neðan.

Dagskrá:
•    Guðfinnur Sigurvinsson verður kynnir hátíðarinnar
•    Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur opnar hátíðina
•    Selina Juul, dönsk baráttukona gegn matarsóun sem er handhafi Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og forsprakki samtakanna Stöðvum sóun matvæla (Stop spild af mad) í Danmörku og hefur vakið mikla athygli fyrir skelegga frammistöðu sína í þágu málefnisins
•    Tristram Stuart er mikilsmetinn fyrirlesari um matarsóun og hefur hlotið alþjóðleg verðlaun fyrir baráttuna gegn matarsóun, Sophie Prize, árið 2011
•    Heiðarskóli. Kynning á grunnskólanemaverkefni um matarsóun

… og fleira

Kynningar og skemmtiatriði:
•    Uppskeran heilsumarkaður
•    Velbú- velferð í búskap
•    Íslenskir grænmetisbændur
•    Ankra – snyrtivörur úr auðlindum hafsins
•    Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC).
•    Kvenfélagasamband Íslands og Dóra Svavarsdóttir frá Culina kynna námskeið um matarafganga
•    Landvernd
•    VAKANDI
•    Náttúran.is
•    Samhjálp
•    Tímaritið „Í boði náttúrunnar“
•    DJ Sóley sér um tónlistina
•    Þórunn Clausen les upp úr Smjattpöttunum

… og fleira

 

SHARE