Samdi ástarljóð til konu sinnar í 60 ár

Heimildarmyndin “Hver stund með þér” verður frumsýnd mánudaginn 28.september kl 15:00 á sérviðburði á Riff kvikmyndahátíðinni (Reykjavík International Film Festival). Viðburðurinn verður haldinn að Gjábakka, Fannborg 8 í Kópavogi.

Myndin segir frá Ólafi Birni Guðmundssyni sem orti ástarljóð til konu sinnar, Elínar Maríusdóttur, á 60 ára tímabili. Að þeim liðnum samdi barnabarn þeirra, Anna María Björnsdóttir, tónlist við ljóðin og gaf út á plötunni “Hver stund með þér”. Er þetta efniviður samnefndrar heimildarmyndar.

Framhlið-rétt - Anna María Björnsdóttir

_Y2A2568-2
Anna María samdi tónlist við ljóð afa síns

Anna María sá þessi ljóð fyrst eftir að afi hennar og amma voru bæði látin og fannst henni þau geyma mikinn fjársjóð um ástina og það fagra í heiminum. ,,Ljóð afa til ömmu fela í sér fallegan boðskap um hvernig ástin getur haldist hrein og vaxið og dafnað í heila mannsævi. Þau hafa haft sterk áhrif á mig og langaði mig að gera þau aðgengileg fleirum á þann hátt sem best liggur fyrir mér, með söng og tónlist. Vona ég að ljóðin hans afa muni þannig lifa áfram og veita öðrum þá gleði sem þau hafa veitt mér.“ segir Anna María. 

,,Afi og amma voru ósköp venjulegt fólk, afi var lyfjafræðingur og mikill blómaræktunarmaður.

Amma var mjög heimspekilega þenkjandi en mikill húmoristi og gleðipinni. Saman áttu þau ánægjulega ævi, bjuggu í litlu húsi, áttu mörg börn og alltaf ríkti mikil gleði í kringum þau.  Þegar ég byrjaði að vinna að plötunni og fór að segja fólki frá ljóðunum og lögunum þá höfðu margir á orði við mig að nútíma fyrirmynd vantaði um þess konar ást sem endurspeglast í ljóðunum. Skortur á slíkum fyrirmyndum virtist leiða suma að spurninginunni: af hverju ætti ég að trúa á ástina yfir höfuð? Þetta kveikti hugmyndina að heimildarmyndinni.”

Mynd10

Leikstjóri heimildarmyndarinnar er Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir en hún var tekin upp í samstarfi við Tjarnargötuna.

Thora2
Sigríður Þóra er leikstjóri myndarinnar

Að kvikmyndasýningu lokinni ræða kvikmyndagerðarmennirnir við gesti og Anna María og Svavar Knútur flytja nokkur lög af plötunni “Hver stund með þér”.

Þetta er ÓKEYPIS sýning á meðan sæti leyfa!

Viðburðurinn er hluti af dagskrá Reykjavík International Film Festival. 

Sýnishorn úr myndinni:

Hér má svo heyra lagið Sumarnótt í Þórsmörk

SHARE