Samdi lag eftir andlát vinkonu sinnar

Silja Rós Ragnarsdóttir er 21 árs og hefur verið að semja tónlist frá því hún var 14 ára. Hún er búin með 6. stig í söng í Söngskóla Reykjavíkur og er sjálflærð á gítar og píanó.

Nýlega samdi Silja þetta lag eftir að gömul vinkona hennar, Kara,  lést vegna fíkniefnaneyslu og er þessi flutningur á Rósenberg. Gítarleikarinn heitir Grétar Örn Axelsson og Rebekka Sif er í bakröddum.

„Kara gerði svo margt fyrir mig þegar við vorum vinkonur frá því við vorum svona 6 ára til svona 12-13 ára aldurs. Frábær vinkona og í laginu er ég að þakka henni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og ég vildi að ég hefði getað hjálpað henni meira á síðustu árum.“

[facebook_embedded_post href=”https://www.facebook.com/video.php?v=10152443695294290″]

SHARE