Ég hef átt marga síma í gegnum tíðina. Fyrsta símann fékk ég þegar ég var að verða 17 ára en ég fékk gamla símann frá manni frænku minnar sem var að fá sér nýjan. Þvílík og önnur eins tæknibylting. Nú gat mamma mín hringt í mig hvenær sem er og hvar sem ég var stödd í heiminum.

Ég var að fá mér nýja Samsung símann, Samsung Galaxy S7 Edge, enda hef ég verið Samsung sjúklingur í nokkur ár. Mér finnst þeir einfaldlega flottastir og þægilegastir af öllum þeim símum sem ég hef prófað.

Þessi sími hefur einfaldað líf mitt svo um munar og það sem mér finnst eitt af því allra besta við hann er hvað hann er með stórkostlegri myndavél. Ég þarf oft að fara á staði og taka góðar myndir og mæta með hlunkamyndavél með mér en núna þarf ég þess ekki. Síminn tekur sjúklega flottar myndir og ég þarf ekki að vesenast neitt með stillingar á myndavélinni eða neitt, myndirnar bara eru flottar. Myndavélin er með því sem kallað er „Dual Pixel“ sem gerir það að verkum að hún er einstaklega fljót að ná fókus jafnvel þótt hlutir séu á mikilli hreyfingu og birtan ekki sem best. Ef við tölum um pixla þá er aðalmyndavélin 12 mp og framvísandi myndavélin er 5 mp.

Til að sýna ykkur gæðin í myndunum þá tók ég þessar tvær myndir með símanum og þær eru þvílíkt góðar og gæðin eru frábær.

20160423_153437

Screen Shot 2016-04-27 at 12.38.10 PM

Skjárinn á nýja símanum er svo kristaltær að mér líður eins og ég sé að horfa á allt á skjánum í háskerpu og það er geggjað, en skjárinn er sá besti á markaðnum í dag. Skjárinn er ávalur, eins og EDGE gefur til kynna og er hægt að vera með skipanir á kantinum, ef svo má að orði komast sem er ótrúlega gott. Ég er með mest notuðu símanúmerin mín þar og svo er ég með dagatal þar sem ég sé alla helstu minnispunktana mína.

Sjá einnig: „Ekki segja neinum að ég hafi grátið“

Síminn er mjög hraður og ég þarf ekki að bíða neitt eftir að síminn bregðist við. Rafhlaðan er algjör snilld og ég get hangið í honum heillengi og þarf ekki að hafa áhyggjur af því að klára hleðsluna. Ég á yfirleitt nóg eftir af hleðslu þegar ég fer að sofa á kvöldin. Hann styður einnig hraðhleðslu sem getur komið sér afar vel. Það þýðir að hann er í hleðslu í 10 mín og sú hleðsla endist í um það bil 4 klukkustundir.

Ég fer mjög vel með símann minn og hann lendir ekki í neinum óheppilegum aðstæðum en það er gott til þess að vita að hann er vatnsvarinn. Það þýðir ekki vatnsheldur, heldur VATNSVARINN. Það hentar mjög vel á þessu landi þar sem oft rignir og snjóar eldi og brennistein.

Ef þú ert í þeim hugleiðingum núna að fá þér nýjan síma þá myndi ég ekki hika við að mæla með þessum síma. Ég er óendanlega sátt við minn og myndi ekki mæla með honum nema einfaldlega af því að þetta er frábær sími og við megum vera duglegri við að deila því sem jákvætt er.

Fylgstu með!

Kidda á Instagram

Hún.is á Instagram

Kidda á Snapchat: hun_snappar

SHARE