Samtök um velferð í búskap – Er þetta í lagi?

Velbú birtir mynd ásamt texta á síðu sinni á Facebook, er þetta í lagi? er þetta eitthvað sem við vitum en horfum framhjá ?

Við hvetjum alla til að horfa á Borgen í kvöld. Fröken Nyborg fær að kynnast vestrænni svínarækt. Íslensk svínarækt á fátt sameiginlegt með landbúnaði lengur. Þetta er iðnaður. Þetta eru verksmiðjur.

Svínin eru í svo þröngum grindum að þau geta aldrei snúið sér við. Gyltur eru í sérstakri grind sem heldur þeim liggjandi á einni og sömu hliðinni allan tíman á meðan grísirnir eru á spena. Hún getur ekki staðið upp. Eins og margir vita eru eistun slitin úr grísunum án nokkurrar deyfingar.

Íslenskur almenningur fær ekki lengur að sjá inn á stóru svínabúin. Svínakjöt er eitt mest selda kjötið hérlendis, en hvenær sástu síðast svín á Íslandi? Það eru allar líkur á því að þú hafir verið í Húsdýragarðinum. Veltu því fyrir þér.

Það er markmið margra að verksmiðjubúskapur á Íslandi leggist af. Fjöldi einstaklinga og samtaka eru nú þegar að vinna að því. Markmiðið er gerlegt! Við almenningur þurfum hins vegar að gera okkur grein fyrir því að það sem úrslitum ræður er það hvernig við veljum ofan í körfuna í matvörubúðinni.

En, þetta er ekki uppgjafar-status. Eigendur stóru verksmiðjubúanna stýra jú markaðnum, en þó eru örfáir bændur eftir í svínarækt. Ef ykkur langar óskaplega mikið í beikon eða viljið borða jólasteik af glaðari grísum má versla beint af bónda. Eftirfarandi tvö bú fara betur með svínin sín og senda afurðina meira að segja beint heim að dyrum: www.bjarteyjarsandur.is og www.midsker.is

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here