Sárhneykslaður faðir vegna jóladagatals

Þessum föður var ekki skemmt þegar hann sá hvað drengurinn hans var að fá úr súkkulaðidagatali Hvolpasveitarinnar. Fyrsta daginn sagði hann að drengurinn hefði fengið skammbyssu og næsta dag fékk hann handsprengju. Maðurinn náði ekki upp í nefið á sér því hann var svo hneykslaður og fór ekki fögrum orðum um Nickelodeon, sem framleiðis Hvolpasveitarþættina.

Sitt sýnist nú hverjum og sumir hafa sagt að þessi til vinstri sé vatnsbyssa en okkur sýnist þetta vera skauti. Þessi hægra megin er svo klárlega jólakúla en ekki handsprengja. Er það ekki nokkuð augljóst?


SHARE