Saumaður borðbúnaður úr postulíni

Hugmyndin spratt út frá tekatlinum hennar ömmu minnar, greinir Rachel Boxnboim  frá á heimasíðu sinni um þetta dásamlega tesett sem hún hannaði. Hún byrjaði á að mæla teketilinn út, bjó til snið af honum ásamt sniði af bollum, mjólkurkönnu og teskeiðum og saumaði saman. Að lokum notaði hún efnin eins og mót og hellti postulínsmassa ofan í þau. Eftir að hafa farið upp í 1000 C hita í leirbrennsluofni brann efnið í burtu og þunnt lag af postulíni sat eftir.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér þetta vinnsluferli nánar er hægt að horfa á myndband hér fyrir neðan.

IMG_95131
IMG_94891
IMG_95031
IMG_95091

Eins og sjá má eru mótin saumuð saman úr ýmisskonar efnum.

IMG_94931

Hér er myndbandið af vinnsluferlinu

 

 

SHARE