Scott Disick gefur Rob ráð varðandi pabbahlutverkið

Scott Disick hefur tekið Rob Kardashian undir sinn verndarvæng, en þessi þriggja barna faðir vill að Rob verði besti pabbi sem hugsast getur. Unnusta Rob, Blac Chyna, er ófrísk af þeirra fyrsta barni og styttist nú óðfluga í að Rob takist á við nýtt hlutverk í lífinu.

Sjá einnig: Rob Kardashian að falla í þunglyndi aftur

„Mér finnst hver dagur vera merkilegur, sérstaklega þegar maður er pabbi,“ sagði Scott í samtali við Us Weekly. „Ég hef verið að gefa Rob mörg ráð en þið munuð sjá þetta allt í sjónvarpsseríunni sem við erum að gera.“

Sjá einnig: Rob Kardashian og Blac Chyna með sinn eigin þátt

Það sem hefur skipt Rob mestu máli á þessari meðgöngu er að Blac Chyna hafi það sem allra best og vill gera lífið sem allra best fyrir sína heittelskuðu.

 

SHARE