Verjendur Bill Cosby undirbúa það þessa dagana að verja leikarann fyrir rétti. Hann er ákærður fyrir kynferðislega misnotkun og nauðganir en hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Verjendur hans ætla að bera því við að Bill sé hið raunverulega fórnarlamb í þessu máli og ætla sér að sýna fram á að hann hafi orðið fyrir miklum kynþáttafordómum og ósanngirni í öllu þessu ferli. Lögmaður hans sagði: „Það er kominn tími til að varpa ljósi á það hvernig er búið að koma fram við Bill.“

Sjá einnig: Bill Cosby neitar að tjá sig ásakanir um kynferðilega misnotkun

Nokkrar konur hafa komið fram og sagt að Bill hafi gefið þeim ólyfjan og síðan misnotað þær kynferðislega eða jafnvel nauðgað þeim.

SHARE