Segir Teresa Giudice hafa látið lengja á sér ennið

Við höfðum ekki hugmynd um að þetta væri eitthvað sem fólk gæti látið gera, en þær Melissa Gorga og Teresa Giudice eru báðar stjörnur í „Real Housewives of New Jersey“ og önnur þeirra hefur látið lengja á sér ennið.

Melissa sagði í þætti sem var tekinn eftir að seinasta sería kláraðist: „Það fara allir og láta gera eitthvað smá við sig eftir fyrsta skiptið sem þau sjá sig sjálf í sjónvarpi í fyrsta sinn. Teresa lét gera ennið á sér. Hún lét hækka á sér ennið. Það gera allir eitthvað.“

Það má sjá á þessari mynd að enni Teresa hefur jú hækkað svolítið.

Melissa bætti svo við: „Ég þyrfti að láta minnka ennið á mér, ég er með svolítið hátt enni.“ Spurning hvort hún láti verða af því.


Sjá einnig:

SHARE