Segir Zac Efron hafa heilaþvegið sig


Fyrrverandi kærasta Zac Efron, Sarah Bro (25), segir að Zac hafi dregið hana á asnaeyrunum þegar þau voru að hittast. Frá þessu segir hún í hlaðvarpi sínu sem hún er með í Danmörku.

Sarah og Zac áttu í frekar alvarlegu sambandi í nokkra mánuði árið 2019 og hún fór margoft til Ameríku til að heimsækja hann. Í hlaðvarpinu segir Sarah að hún hafi átt í mannskemmandi sambandi með Hollywood stjörnu. Hún forðast að nefna hann á nafn en allir vita að hún er að tala um Zac.

Sjá einnig: Hún eyddi Ben Affleck út og hann sendi henni skilaboð

Sara segir að leikarinn hafi látið hana missa trúna á ástina. „Ég hafði komið svo langa leið og vissi ekkert hvað var rétt og hvað var rangt. Hann dró mig á asnaeyrunum og heilaþvoði mig. Ég var líka svo ung, ringluð og ástfangin að ég ákvað að horfa ekki á það sem var ekki að virka,“ sagði Sarah. Hún segist fljótlega hafa áttað sig á því að rómantíkin þeirra á milli var algjört eitur. Hún segir Zac hafa talað niður til hennar og minnsta hrós hafi gert hana „ofsalega glaða“.

„Það var erfitt að vera í sambandi þar sem ég þurfti að slaka á öllum mínum mörkum. Á endanum var það orðið þannig að ég þekkti ekki sjálfa mig lengur,“ sagði Sarah. Hún segist hafa orðið vön því á tímabili að vera með hnút í maganum og þau hafi sem betur fer hætt saman á endanum. Hún er í öðru sambandi í dag og segist vera ástfangin og finna fyrir því að hann er ástfanginn af henni.

SHARE