Segist bara hafa prufað kókaín fjórum eða fimm sinnum

Lindsay Lohan var varla komin í meðferð og hún er strax farin að tala um að hún eigi ekki að vera þar. Lindsay finnst frekar að hún eigi að eyða tíma sínum í að fljúga um heiminn og hjálpa litlum börnum sem minna mega sín.

Lindsay verður svo tekin af lyfinu sem hún er búin að vera lengi að nota, en það heitir Adderall sem er svipað og Rítalín og er notað fyrir marga með ADHD.

Í viðtali við Daily Mail var Lindsay spurð að því hversu oft hún hafi  notað kókaín og svarað hún: „Það halda margir að ég hafi oft notað kókaín en ég hef kannski prófað það fjórum eða fimm sinnum. Mér líkar það ekki, það minnir mig á pabba minn. Mér leið ekki vel af því. Ég hef aldrei prófað heróín heldur og aldrei sprautað mig með neinu, heldur aldrei prófað LSD. Þetta hræðir mig.“

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here