Segist hafa átt í rúmu eins árs ástarsambandi við Joe Simpson

Eins og við sögðum ykkur frá í vikunni þá er sá orðrómur á kreiki að faðir Jessicu Simpson, Joe Simpson, sé kominn útúr skápnum.  Nú hefur hið 21 árs gamla módel, Bryce Chandler Hill, gefið það út að hann hafi átt í um 1 árs ástarsambandi við Joe, en Bryce var um tíma dansari hjá Britney Spears.

Jessica og Ashley Simpson eru skiljanlega í sjokki yfir skilnaði foreldra sinna en fengu svo enn meira sjokk þegar þær fengu að heyra að faðir þeirra væri líka samkynhneigður.

Ekki er alveg vitað hvað er til í þessu hjá honum því drengurinn er sagður mjög ákveðinn í því að verða frægur en fyrir utan að hafa verið dansari og módel þá er hann núna líka að reyna fyrir sér sem leikari.

bryce-chandler-hillBryce Chandler

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here