Segist vera týndi sonur Johnny Depp

Það virðist sem Johnny Depp eigi þrjú börn en ekki bara tvö eins og við héldum áður. Eða það vill James, sem er með notendanafnið tanlife á TikTok, meina. Hann var fæddur í Filippseyjum árið 1986, en Johnny var að taka upp mynd þar á þeim tíma.

James vissi aldrei hver faðir hans var og mamma hans sagði honum það ekki. Ef hann spurði, segir hann að hún hafi beitt hann ofbeldi.

Hann birti þessa mynd af Johnny á Filippseyjum og segir að hann telji að konan fyrir aftan hann sé móðir hans.

James segist ekki ætla að halda neinu fram en honum finnist þetta alveg jafn líklegt og eitthvað annað. Hann segist alveg endilega vilja vita sannleikann, hver sem hann er.

SHARE