Seiðandi hvísl Mariu getur unnið bug á svefnleysi og kvíða

Er svefnleysi að hrjá þig rétt fyrir hátíðir? Jólastressið að leika geðheilsuna grátt? Maria kann svarið við því. Þessi 28 ára gamla stúlka sem ættuð er frá Maryland í Bandaríkjunum gefur út ótrúlega sefandi myndbönd sem hún birtir á YouTube og vekur upp ótrúlegustu tilfinningar með röddinni einni saman.

.

2421F59400000578-2878562-image-a-40_1418871410460 (1)

 .

Ótrúlegast verður þó að segjast að stúlkan beitir einungis röddinni og hvíslar sykursætum orðum að myndavélinni. Það er allt og sumt sem Maria gerir. Hún hvíslar. Maria hefur gefið út myndböndin í þrjú ár samfleytt og hefur rakað inn áskrifendum allt frá fyrsta degi, en tæknin sem Maria notast við, nefnist ASMR á enskri tungu – sem merkir svo aftur Autononomous Sensory Meridian Response.

Hér útskýrir Maria hvað ASMR er með eigin orðum, – en umfjöllun heldur áfram neðan við myndband – þar sem einnig má hlýða á raunverulega slökun í boði Mariu – sem er stórkostlegt mótefni við jólastressi:

Maria hefur vakið mikla athygli fyrir vikið og læknar sem vísindamenn segja tæknina gagnlega, uppbyggilega og sykursætt hvísl Mariu vekja upp notarlega öryggistilfinningu sem geti unnið bug á svefnleysi, sigrast á kvíða og stuðlað að heilbrigðari andlegri líðan.

 .

2421F55000000578-2878562-image-m-46_1418871475067

.

Maria, sem fæddist í Rússlandi, er tvítyngd og gefur þannig einnig út myndbönd á rússnesku, en hvetur hlustendur sína til að nota heyrnartól og stilla á víðóm, eða stereo, svo hægt sé að nema betur hvaða hlið og áttir hún á við þegar hún skiptir um stellingar í myndböndunum.

YouTube rás Mariu, sem ber heitið Gentle Whispering, má skoða HÉR en nóg er komið af texta og tali – hér fer Maria á kostum í nýútkomnu myndbandi. Lesendur eru hvattir til að setja á sig heyrnartól við áhorfið svo nema megi slökunarleiðbeiningnarnar betur – en einnig er ráðlegt að hlýða ekki á fyrirmæli Mariu fyrr en ró og kyrrð er komin á og ætlunin er að leggjast á koddann:

Tengdar greinar:

Góð ráð við svefntruflunum

Ilmolíur í hjúkrunarmeðferð

Ert þú búin að faðma einhvern í dag? – Myndband

SHARE