Semja lög um helstu fréttir hvers mánaðar

Þær Selma og Elísa Hildur skipa hljómsveitina Bergmál og öll þeirra tónlist er frumsamin. Þær hafa ákveðið að gera árið 2015 svolítið skemmtilegt á Youtube og ætla að semja „fréttaveitulag“ í hverjum mánuði um helstu fréttir þess tiltekna mánaðar.

Þær eru búnar að gera lag með helstu fréttum janúar mánaðar og nú bíðum við spenntar eftir næstu mánuðum.

 

SHARE