Sendi yfirmanni sínum afar óviðeigandi ,,snapp” fyrir slysni

Kona nokkur í Bretlandi lenti í frekar óskemmtilegu atviki um helgina. Hún hafði ætlað sér að senda kærasta sínum svolítið dónalegt snapp, eins og sumir jú gera, en eitthvað virðist þó hafa farið úrskeiðis þegar hún valdi viðtakanda og fékk yfirmaður hennar snappið en ekki kærastinn.

Sjá einnig: Bönnuð á Snapchat vegna klámmynda

Woman-Snapchats-her-boss-sexy-message-by-mistake

Myndin sem yfirmaðurinn fékk.

Samkvæmt vefmiðlinum Mirror Online vonaði vesalings konan að yfirmaðurinn myndi einfaldlega ekki opna snappið frá henni en svo heppin var hún nú ekki. Yfirmaðurinn bæði opnaði það og svaraði henni.

Woman-Snapchats-her-boss-sexy-message-by-mistake (1)

Svarið sem yfirmaðurinn sendi í gegnum Snapchat.

Það hefur sennilega ekki verið neitt sérstaklega hressandi að mæta í vinnuna á mánudeginum.

SHARE