Sérfræðingur útskýrir hvers vegna þú ættir aldrei að sofa á maganum

Að sofa á framhliðinni eða maganum getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir líkama þinn, samkvæmt sérfræðingum.Fyrirtækið Levitex sem er kodda- og dýnufyrirtæki og samanstendur af „svefnstöðusérfræðingum“, deildi myndbandi á TikTok þar sem einn starfsmaður sýndi nákvæmlega hvernig svefn á maganum getur farið með bakið á þér.

Samkvæmt myndbandinu þurfa efri fótleggsvöðvar að lengjast og spennast í langan tíma þegar einstaklingur liggur á framhliðinni. „Vöðvum líkar ekki við að vera spenntir í langan tíma,“ sagði sérfræðingurinn. „Og enginn horfir nokkurn tíma svona á sjónvarpið,“ bætti hann við, „svo hvers vegna myndirðu eyða klukkutímum saman í að snúa uppá hálsinn á þér?

@levitex

Is this your favourite sleeping position? 🤔

♬ original sound – Levitex

Sérfræðingurinn benti á að fyrir hundruðum ára var þetta kannski ekki vandamál fyrir fólk en núna, þar sem mörg okkar eru í „kyrrsetu“ mestan hluta dagsins, sem er í raun aðal vandamál. Það er nógu slæmt fyrir líkamann að sitja við skrifborð allan daginn, svo það er ekki góð hugmynd að sofa í stöðu sem er líka hræðileg fyrir hrygginn. “Ef samkvæmt lögum er krafist “vinnu vistvæna stóla “á daginn, hvers vegna myndirðu þá ekki íhuga “vinnu vistvæna svefnstöðu” á nóttunni?” spurði hann. „Þetta er nákvæmlega það sama,“ bætti hann við.

Samkvæmt sérfræðingnum getur jafnvel verið vandamál að sofa of mikið á hliðinni ef þú gerir það á rangan hátt. Hann sagði: “Þetta gæti verið þægilegt, þetta gæti verið eina leiðin fyrir þig til þess að sofna. En það sem ég er að segja er, einhvern tíma á lífsleiðinni, þegar þú verður kannski 60-70 ára, muntu hugsanlega byrja að fá liðagigt.” Sérfræðingur varaði við því að svefn í stöðunni muni leiða til sársauka um allan líkamann – þar á meðal í hálsi, mjöðmum, öxlum og hliðarliðum. „Það kemur að því, trúðu mér,“ bætti hann við, „og ég er að reyna að forða þér frá því.“

Svo, hver er lausnin hér? Jæja, ef þú getur hætt að sofa í þessum stellingum, mælir hann með því að þú gera það. Ef þér líður eins og þú sért ekki tilbúin að sleppa því að sofa á maganum, mælir sérfræðingurinn að minnsta kosti að þú reynir að sofa án kodda til að draga hluta af þrýstingnum af hálsinum.

Þetta eru ekki einu ráðin sem Levitex býður upp á – reyndar er TikTok síða fyrirtækisins full af ábendingum og ráðum um hvernig þú getur sofið heima hjá þér eða í ferðalaginu. Tökum sem dæmi þessa ferðapúða sem við eyðum öll stórfé í á flugvellinum. Það er greinilega til miklu betri og ódýrari leið til að gera það.

@levitex

where are you going? ✈️

♬ original sound – Levitex

Talandi um hálspúðana sagði sérfræðingurinn: „Hann mun ekki styðja við alla 20 vöðvana og sjö örsmáu hryggjarliðina í hálsinum á þér. „Prófaðu þetta trix til að spara þér peninga og spara pláss í ferðatöskunni þinni með peysunni sem þú ætlar að koma heim í því það er kalt og ömurlegt þegar þú kemur aftur heim. “Brjóttu hana saman, rúllaðu henni upp, settu hana um hálsinn, fáðu þér hárteygju eða hárband og festu endana saman og nú ertu kominn með fallegan hálspúða.” Hvað varðar koddana sem þú notar á kvöldin, eins mikið og það er sárt fyrir mig að segja það, þá eru þessir dúnuðu stóru koddar ekki góðir fyrir þig. Þess í stað ættum við öll að nota þunna, stuðningspúða þar sem þeir styðja við sveigju höfuðsins og skilja þig ekki eftir með hálsverki á morgnana.

En það þýðir ekki að þú þurfir að henda gamla koddanum, því þú getur fleygt honum á milli fótanna ef sefur á hliðinni til að halda líkamsstöðu þinni. Þannig að þarna hefurðu það – ef þú vaknar oft og líður eins og vörubíll hafi keyrt á þig, gætirðu viljað prófa nokkur af þessum ráðum.

SHARE