Setningar sem ná til manns

Það er sumt sem getur algjörlega heillað mig, og eitt af því eru flottar setningar. Bara ein setning, nokkur orð, sem getur setið eftir og breytt öllum deginum. Hérna eru nokkrar sem mér finnst frábærar.

Heimurinn er eins og bók, ef þú ert alltaf á sama stað þá ertu alltaf á sömu blaðsíðunni.

Lifðu lífinu lifandi.

Gerðu daginn í dag það frábæran að gærdagurinn verður afbrýðissamur.

Dansaðu eins og enginn sé að horfa, elskaðu eins og þú hafir aldrei verið særð, syngdu eins og enginn sé að hlusta og lifðu eins og þetta sé síðasti dagurinn á jörðinni.

Í augum alheimsins ertu kannski bara ein lítil mannvera, en í augum barnanna þinna þá ertu alheimurinn.

Dreymdu, láttu svo draumana rætast.

 

SHARE