Vissir þú að fjórar af hverjum tíu stúlkum sem eru með hrokkið hár – líða vítiskvalir fyrir hárið á sér? Að þær hinar sömu læra fremur að meta gullfallega liðina ef fjölskylda og vinir hrósa þeim ekki bara fyrir hrokkið hárið, heldur kenna stúlkum með hrokkið og liðað hár að hirða um það?

Ég er með krullað hár sjálf. Þegar ég var yngri leið ég kvalir fyrir hrokkið hárið og horfði með löngunarfullum aðdáunaraugum á þær vinkonur mínar sem voru með rennislétt, þungt og glansmikið hár. Því get ég hæglega sett mig í spor litlu stúlknanna sem tala í myndbandinu hér að neðan. Það er ég líka sannfærð um að fleiri gera.

Ekki að mér hafi nokkru sinni fundist krullur óaðlaðandi – aðrar konur með hrokkið hár fannst mér og finnst enn gullfallegar – það voru einfaldlega MÍNAR krullur sem fóru svo í taugarnar á mér.

Hefði ég sem ung stúlka – haft einhverja hugmynd um að ég er ekki ein – að fjölmargar ungar stúlkur misskilja fegurðina sem er fólgin í krullum … ef einhver hefði kennt mér hvernig á að hirða um hrokkið hár – þá er ég sannfærð um að ég hefði lært að meta krullurnar!

Lengi lifi hrokkið hár!

Tengdar greinar:

Hártrix – Þetta ættu allar stelpur að læra

Lærðu að gera krullur í hárið, FAIL – Myndband

Sjarmerandi: Hár og förðun undanfarin 100 ár á 60 sekúndum

SHARE