Sharon Stone fékk miklu minna greitt en Michael Douglas

Sharon Stone (65) var algjörlega mögnuð í myndinni Basic Instinct og kom henni á kortið ef svo má að orði komast. Sharon sagði samt frá því nýlega að hún hafi fengið ótrúlega lítið borgað fyrir þetta hlutverk en þar að auki sagði hún frá því að mótleikari hennar, Michael Douglas, hefði fengið töluvert meira en hún.

Sharon segist hafa fengið 500.000 dollara fyrir að leika Catherine Tramell í spennumyndinni sem er frá árinu 1992. Hún opnaði sig með þetta á verðlaunahádegisviðburði nýlega sem var sóttur aðallega af kvenkyns kvikmyndaframleiðendum. Hún sagði. „Michael Douglas fékk 14 milljónir dollara. „Ég var ný. Ég var ný og hann var mjög stór stjarna.“

Þegar Basic Instinct var tekin var Sharon 32 ára og var enn að skapa sér nafn í leiklistinni. Hún sagði líka frá því að einn af framleiðendum myndarinnar hafi sífellt verið að gleyma hvað hún héti og kallaði hana oft Karen. Á Óskarsverðlaununum hélt svo maðurinn áfram að kalla hana Karen: „Ég var niðurlægð og bar þá tilfinningu með mér lengi.“

Basic Instinct fékk fullt af verðlaunum og Sharon líka. Hún hafði haft það í samningnum við ráðningu að hún fengi að halda öllum fötunum sem hennar karakter var í, í myndinni. Hún segist ánægð með þá ákvörðun og það hafi komið sér mjög vel.


Sjá einnig:

SHARE