Lindsay Lohan sýnir líkama sinn eftir barnsburð

Lindsay Lohan (36) m hefur oft verið gagnrýnd fyrir hegðun sína, drykkju og allskonar skandala í gegnum tíðina. Núna er hún hinsvegar að vekja athygli vegna þess að hún hefur leyft heiminum að fylgjast með sér á meðgöngu og eftir meðgöngu en hún varð mamma nýlega.

Lindsay er gift Bader Shammas en þau gengu í hjónaband í apríl 2022.

Þau eignuðust svo lítinn prins og fæddist hann í Dubai. Hann var látinn heita Luai sem þýðir víst „skjöldur og verndari“ á arabísku.

Lindsay birti svo þessa spegla sjálfu af sér nokkrum vikum eftir fæðinguna og skrifaði við hana: „Ég er svo stolt af því sem þessi líkami gat áorkað á þessum mánuðum meðgöngunnar og eftir meðgönguna, hann er að heila sig. Að eignast barn er það besta í heimi!“


Sjá einnig:

SHARE